Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1932, Side 2

Skinfaxi - 01.01.1932, Side 2
2 SKINFAXl Eftir að Washburne hafði lokið erfiðu, vísinda- lcgu kennaranámi, gerðist hann kennari við sveita- skóla. Hann liafði þar óbundnar hendur og gerði til- raunir, scm vöktu eftirtckt. Hann vann tvö ár við barnaskóla í sveit, og gerðist síðar kennari við ágœt- an kennaraskóla í San-Fraricisko. Á þessum árum varði hann doktorsritgerð við liáskólann i Kaliforníu. Árið 1919, þegar Washburne hafði verið kennari i 7 ár, var lionum falin yfirstjórn barnaskólanna í Winnetka, smábæ í nágrenni við Cliicago. Bær þessi var þá óþekktur, eins og að likindum lætur eftir stærðinni, en á skömmum tíma hafa barnaskólarnir lians Wasliburne’s gert garðinn svo frægan, að nú er orðið Winnetka á vörum uppeldisfræðinga og kenn- ara um gjörvallan hinn menntaða heim. Það, sem gerzt liefir i Winnetka síðustu 12 árin, undir stjórn Carletons Washburne, er meðal þeirra stórviðburða, sem víðsvegar um lönd hal’a glætt vonir og traust á franitíðarmöguleikum mannkynsins, i liugum fjölda ágætra manna. Og þetta traust er þess cðlis, og býggt á þeim rökum, að þeir, sem einu sinni liafa öðlazt það, glata því ekki. Það er ckki tilgangur minn að þessu sinni, að ræða ílarlega um Winnetka-skól- ana, en í fám orðum má segja, að það sc sérstaklega tvennt, scm einkennir þá: a) Sundurliðun námsefn- is, í reikningi, lestri, skrift og réttritun, i atriði, scm taka við hvert af öðru i ákveðinni röð og þannig, að börnin geia unnið hvert út af fyrir sig, með þeim hraða, sem hverjum einstaklingi er eiginlegur, numið sjálf og prófað sig sjálf. Á þenna hátt hefir sparazt allt að 50% af þeim tima, sem venjulega þarf til að ná fullkominni leikni i undirstöðuatriðum þessara námsgreina. b) Fullkomið frelsi kennara og barna til þess að verja tímanum, sem afgangs er áður- nefndum fjórum námsgrcinum, á þann liátt, sem

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.