Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI þarf og á að gleyma. Hennar eina takmark er að skapa börnum sínum betri aðstöðu í lífinu, gera þau starfhæfari og farsælli en kynslóðirnar, sem nú liggja að eilífu gleymdar í grasi grónum kirkjugörðunum, og óblíð örlög léku svo grátt. Framtíðin á eftir að sýna, livort þetta tekst, en mis- heppnist það, verður orðið sveitamenning talið með fornyrðum í orðabókum framtíðarinnar. Skúli Guðjónsson. Aths. Eg hefi ekki viljað neita höf. úm rúm fyrir framanritaða grein, enda þótt eg efist um, að hann græði á, aS fá hana .birta. Þykir mér tekið vera á alvörumálum af helzt til mikl- um glánaskap og alvöruleysi, i ýmsum köflum greinarinnar. Má þó vera, að hún veki einhvern til þarfrar hugsunar um U. M. F.-mál, og væri þá vel. Eg þarf engu að svara grein þessari, öSru en alhugasemd- unum neSanmáls. Hér er engin tilraun ger til þess, aS hrekja nokluirt atriSi i svari miiiu til greinarhöf. i Skf. 1.—2. hefti f. á. En mælast vil eg til þess, aS mcnn lesi þaS svar mitt á eftir greininni hér að framan. — A. S. Lestrardelldir iniiaii U. M. F. I. Það má svo að orði kveða, að hvert ár færi þjóð vorri fréttir um nýjar teiðir til að gera iíf manna tilbreytinga- meira og þægilegra á allan hátt. Með notkun rafmagns er fundin leið til að nota fallvötn iandsins, til að lýsa og verma hvert byggt ból. Útvarpið gerir mönnum fært að fylgjast með því, sem gerist á fjarlægum stöðum, utan lahds og inn- an. Byggingarlistin er orðin svo fullkomin, að liægt er að reisa býli við allra liæfi. Bókmenntirnar eru orðnar miklu íjölskrúðugri en áður var og við fleiri hæfi. Og til að koma

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.