Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI gerlega lilutlausa og sanna. Rússar gera sér einnig í þessum efnum ljósasta grein fyrir markmiðum sín- um og eru hreinskilnastir að játa þau. Saga, i venju- legri merkingu, er ekki kennd i Rússlandi, nema við œðstu skóla, lieldur aðeins félagsfræði, byggð á lífi samtíðarinnar. Og sagan, þar sem hún er kennd, er skýrð í samræmi við kenningar kommúnista og með alheimsbyltingu sem markmið. Flestir uppeldisfrömuðirnir vilja fara milliveg. Þeir efast um að liægt sé að kenna söguna hlutlausa og algerlega vísindalega. Þeir vilja þó, að stefnt sé í þá átt eins og tök eru á, en með nauðsynlegu til- liti til þjóðarhagsmunanna. Loks skal vakin athygli á því, að í rannsókn Wash- hurne’s kemur vitanlega aðeins fram skoðun þessara forvigismanna, sem hann hefir beint fyrirspurnum til, á þvi, liverl stefni uppeldi samtíðarinnar. í fram- kvæmd geta stefnurnar auðvitað verið að ýmsu leyti aðrar. Hvernig mynduin við Islendingar svara ýmsum þeim spurningum, scm hér hafa verið ræddar? Eru íslenzk- ir skólar miðaðir við það, að stefna menningu þjóðar- innar i ákveðna átt? Eru þeir miðaðir við þroska ein- staklingsins ? Eða eru kannske einliverjir þeirra skrípa- mynd af dönskum og þýzkum miðaldaskóhun, nátt- tröll, sem dagað liefir uppi og engin skynsamleg hugs- un komizt að í 50 til 100 ár? Sigiirður Thorlacius. (Höfundur framanskráSrar greinar licfir lokiö háskóla- prófi í uppeldisvísindum við Pestalozzi-stofnunina i Genf, cn er nú skólastjóri Nýja barnaskólans i Reykjavík. Hann hefir dregizt á, að rita meira í Skinfaxa, um nýjar stefnur og rannsóknir í uppeldismálum.)

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.