Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1932, Page 11

Skinfaxi - 01.01.1932, Page 11
SKINFAXl 11 Og trúin á landið tengdi fast, hinn tápmikla æskuher. En trúin á eigið afl og þrek, oft ávöxtinn stærsta ber, og ræktun hins innsta eöliskjarna, sem oftast i viSjum er. Og verkin, sem unnin voru þá, þau vitna um æskunnar mátt. Þau birta fórnandi félagshug og framundan takmark hátt. Þau sýna, aS í vorhugans vængjablaki er vöxtur í sólarátt. — IV. Sjá afmælisbarnið, það breiðir sinn faðm, og brosir mót öllum i kvöld. Það minnist nú foringja frægra, sem fóru með stjórn þcss og völd. Það man hverja mey og hvern hal, sem merkið til sigurs bar. Það fagnar þeim öllum, sem eiga trú á eldinn, sem kyntur var. Og eldurinn lifir og loga mun, þó ljóminn um stund hafi breytzt. Því hugsjónin laðar og lokkar og ljóðinu getur lnin treyst. Þvi samtaka ólgandi afl í æskunni stöSugt býr. Og aftur mun bylgjan bratta rísa, þaS birtir og deyfðin flýr. V. Fram vormenn, vakið sveinar. Aldarfjórðung annan hefjið. Leysið dulinn kraft i Droltins nafni.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.