Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 aðrar, hvort viljið þið þá, að einstaklingurinn sé al- inn uþp þannig, að hann hlýði samvizku sinni, eða ættjörðinni?“ í Japan og í Rússlandi eru svörin enn sem fyrri samliljóða: Þjóðin fyrst. Helgasta skylda einstak- lingsins er að fórna scr fyrir ættjörðina eða félags- heildina. Lönd, sem herjast fyrir sjálfstæði sinu eða sameiningu, eru sömu skoðunar. Þriðja spurningin var eftirfarandi: „Eigum við að ala hörn okkar upp þannig, að þau taki velferð þjóðar sinnar fram yfir allt annað, eða ættu þau, í brýnustu nauðsyn, að kunna að fórna liagsmunum þjóðar sinnar fyrir velferð allra annarra þjóða hnattarins?“ Gandhi og Einstein eru ennþá sammála: Mann- kynið fyrst. Nokkrir aðrir eru sömu skoðunar, en þeir eru fáir. Lönd, sem hafa verið undirokuð (þó ekki Indland), taka þjóðarliagsmunina fram yfir allt annað. Einum Kínverjanna farast orð á þessa leið: „Stórveldin, svo sem Japan, England og Erakkland, geta aðliyllst alheimsstefnuna, en fyrir kraftlitla, undirokaða þjóð, sem bcrst gegn hinum, á slík kenn- ing enga stoð i veruleikanum.“ „Hvernig er litið á sögukennslu í hinum ýmsu lönd- um? Hvort á þessi kennsla að vera þjóðernisleg og hlutdræg, eða eins hlutlaus og hægl er? Á sögu- kennslan aðeins að vera áhrifatæki, þ. e. a. s. tæki til að þroska vissar tilfinningar og skapa ákveðið andlegt viðhorf, eða á sagan að vera vísindi, eins sönn mynd af veruleikanum og framast er unnt?“ Þannig hljóðaði l'jórða spurning Washburns. Hér skiptast enn skoðanir. Sumir segja: „Sannleikurinn er aðaltilgangur upp- eldisins; röskum honum ekki i þeim tilgangi, að þjóna einstökum stað eða tíma.“ Margir neita því, að liægt sé að kenna söguna al-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.