Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 21
SKINFAXl 21 öllum þessum umbótum i verk eru nógar vinnandi hendur í landinu. Þetta virðist nú vera sæmilega glæsilegt, en þegar að er gætt, eru litlar likur til að allra þessara gæða geti notið nema lítill hluti þjóðarinnar í nálægri framtíð. Uppfynd- ingamennirnir hafa að visu unnið mikið starf, með þvi að færa mannkyninu þessar gjafir. En það lítur út fyrir, að ennþá örðugra lilutverk sé óleyst, en það er að finna ráð til, að allir geti notið þessara gæða, að birta og ylur geti komizt inn í livert liús, til hvers gamalmennis og hvers veik- burða barns, að hver fróðleiksfús maður liafi aðgang að læsilegum bókum og útvarpi. Það er hlutverk næstu kynslóðar, að finna þessar leiðir, og það er hentugt verkefni fyrir U. M. F., að liugsa og ræða þau mál. Þau liafa þegar byrjað á réttan hátt, með þvi að brýna fyrir æskulýðnum, að stæla og stj'rkja líkama sinn og forðast óhollar nautnir. Því að hrcysti kynslóðarinnar er fyrsta skilyrði þess, að hægt sé að hjálpa henni til fyllri menningar. II. Þegar við hugsum um það, hvað haldið hefir þjóðinni uppi menningarlega á liðnum öldum, þá vitum við, að það eru bókmenntirnar, og þó að nú séu komin fleiri tæki en bæk- ur, til að flytja hugsanir um óraleiðir frá manni til manns. þá býst eg við, að flestir bókavinir eigi erfitt með að hugsa sér bókalausa menningu. Fmda eru bókmenntafræðingar þeirr- ar slcoðunar, að útvarp muni ekki gela útrýmt bókum. Þegar húsakynni batna til sveila, sem nú er komið vel á veg, og öll snyrtimennska og hreinlæti cr í framför, þá virð- ist engin fjarstæða að hugsa sér, að livert heimili á landinu eignist lítið bókasafn, sem valið sé eftir smekk þeirra, sem bæinn byggja. En allir heimilismenn geri sér að skyldu, að hlúa að því og hafa það í lieiðri. Eg veit, að fyrsta hugsun þeirra, sem þessar línur lesa, er sú, að bækur séu dýrar og ókleift fyrir flesta að koma upp slíku safni, en þessar línur eru skrifaðar til þess að benda á leið fram hjá því skeri. Þegar löngu vetrarkvöldin koma, vaknar lestrarlöngunin í mörgum hug, þótt lítið beri á henni ella. Leiðin til að full- nægja henni hefir vanalega verið lestrarfélög, sem náð hafa yfir heila lireppa. Eg hefi oft fundið til þess, hvað þetta

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.