Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1932, Page 16

Skinfaxi - 01.01.1932, Page 16
16 SKINFAXI Menn virðast líka yfirleilt vera mjög skeytingar- lausir um „lnna helgu dóma“ þjóðarinnar og ljá þeim lítið rúm i hjarta sínu. Heldurðu að verkamaðurinn á eyrinni sé að hugsa um „ritaðar sögur, sögustaði, örnefni“ og aðra „helg'a dóma þjóðarinnar“, eða bóndinn við orfið, eða liús- freyjan við grautarpottinn ? Eða ertu viss um, að pilta og stúlkur á kynþroskaskeiði dreymi einkum róman- tiska drauma í sambandi við slíka liluti?*) Fátt er einkennilegra meðal Islendinga (þ. e. a. s. þeirra, sem vilja hera vit fyrir lýðnum), en þessi eilífi jarmur um tryggð og hollustu við fortíðina* Hvað hefir fortíðin veitt oklcur? Ilöfum við sér- staka ástæðu til þess, að þakka gjafir hennar? Skyldi hún hafa látið okkur í té lilutfallslega mcira af þessa lieims gæðum, en öðrum þjóðum? Skyldi hún liafa skilað okkur i hendur svo miklum arfi frá liðnum kynslóðum, að við getum miklazt af? Eða slcyldu forfeður okkar liafa baðað svo í rósum, -—- átt því heimsláni að fagna, að við getum öfundað þá af því?' Nei, sannleikurinn er sá, að fortíðin liefir líklega leikið fáar þjóðir jafngrátt og okkur íslendinga. Hún liefir rænt feður okkar og mæður, afa okkar og ömm- ur, og forfeður okkar í ótal liðu, öllum rélti til þess að njóta lífsins og gæða þess. Þau liafa dregið fram lílið, — lapið dauðann — frá vöggunni til grafar- innar. Snillingar og mikilmenni liafa rolnað niður, orðið að engu, af því að fátækt, einangrun og aum- ingjaskapur liafa traðkað þá ofan í sorpið, svo að þeir liafa aldrei átt þaðan afturkvæmt. Og þetta eigum við að þakka og þessa eigum við að minnast með lilýjum hug og aðdáun. Nei, fortíðarinnar getum við ekki minnst öðruvísi *) Hvar skyldu íslenzk alþýðuljóð vera kveðin og alþýðu- fræði rökhugsuð? — A. S.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.