Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.01.1932, Blaðsíða 17
SKINFAXI 17 en með beiskju og harmi. En vi'ð eigum að gleyma lienni, að svo miklu leyti, scm iiægt er að gleyma leiðum endurminningum. Tímamótin, sem allir stagast á, og sumir óttast eins ■og einhverja pest, eru ekki annað en það, að fólkið vill rifa sig upp úr þessum aldalanga vesaldómi, en reynslan á eftir að sýna, livort það getur það. Hitt þarf engan að undra, þótt víða sé fálmandi tök og að orkað geti tvímælis í einstökum tilfellum, hvort •skipt sé um til hins betra. En nýtt er nýtt, og það leysir hið gamla af hólmi, livort sem mönnum líkar hetur eða verr. Það er lögmál, sem alstaðar ríkir <og ekki verður á móti spyrnt. I þessu sambandi vil eg endurtaka og undirstrika þau ummæli, er féllu hjá mér í hinu fyrra hréfi, að ungmennafélög eða stefna þeirra er ekki samrýman- leg þeim hugsunarhætti, né þvi andlega andrúmslofti, :sem íslenzk nútimaæska á við að búa. Það breytir iengu, þólt þú eða aðrir ungmennafélagar komi iog segi: Þétta andrúmsloft er ekki eins liollt og það, •sem U.M.F. hafa upp á að bjóða. Þú lilýtur að liafa •svo mikla lífsreynslu, að þú veizt, að það er næsta tilgangslaust, að róa á móti straumi tímans og aldar- andans. Maður ræður ekki við neitt, en sogast með áður en varir. Svo lilýtur það einnig að verða um ungmennafélagana. Eða hvernig mætti það ske, að sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp og her i hrjósti östöðvandi eirðarleysi og andstyggð á öllu því sem ;gamalt er, léti gerast tákn og stórmerki i því, að viðlialda þjóðlegum siðum? Sannleikurinn er sá, að hugsjónir U. M. F. voru gripnar beint út úr veruleikanum fyrir 25 árum, og þótt þær hafi hrifið æsku ]iess tíma, ná þær ekki inn að hjartarótum æskulýðsins nú. Eg geri t. d. ráð fyrir, að glamuryrðin, sem Skinfaxi hirti eftir Jóhannes .Tósc.fsson i afmælislieftinu, myndu liafa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.