Skinfaxi - 01.02.1958, Síða 5
Sextugur
SKINFAXI
AFREKSMAÐIR
Af Skinfaxa komu ekki út nema tvö
hefti áriÖ 1957, og það siðara var eingöngu
helgað landsmótinu á Þingvöllum. í rit-
inu hefur því ekki verið getið sextugs-
afmælis Sigurðar bónda og skólastjóra
Greipssonar, sem hefur frá unglingsár-
um og fram á þennan dag verið starfandi
ungmennafélagi, i hálfan fjórða áratug
formaður Héraðssambandsins Skarphéð-
ins, fjölmennasta héraðssambands is-
lenzkra ungmennafélaga, og hefur ávallt
hafl óbilandi trú á þeim hugsjónum, sem
ungmennafélögin hafa fyrr og siðar helg-
að starf sitt.
Sigurður er fæddur 22. ágúst 1897 í
Haukadal í Biskupstungum. Foreldrar
hans voru Greipur bóndi Sigurðsson og
Iíatrín Guðmundsdóttir. Sigurður var
snennna gæddur miklum námsáliuga og
varð sem unglingur hrifinn af frelsis-,
þjóðræknis- og framfarahugsjónum
bera þá von í brjósti, að ég megi að ein-
hverju litlu leyti að þvi stuðla, að sú
þunga en göfga skylda, sem i þessum orð-
um felst, megi verða rækt af þeim mann-
dómi, sem efni standa til hjá þeirri glæstu
kynslóð, sem nú stendur undir merkinu
bláhvíta.
Mýrum í Siifurtúni, 1. marz 1958.
Guðmundur Gíslason Ilagalín.
þeim, sem gætti mjög hér á landi upp úr
síðustu aldamótum. Hann fór ungur í
gagnfræðaskólann í Flensborg, lauk þar
prófi 18 ára gamall. Árið eftir lók liann
búfræðipróf í Hólaskóla. En þó að liann
hygðist helga sig bóndastarfinu á föður-
leifð sinni, lét hann ekki staðar numið
á námsbrautinni. Árið 1920 fór liann til
Noregs og var þar við nám i lýðháskólan-
um á Voss, en þar var þá skólastjóri hinn
víðkunni skörungur, mælsku- og bólc-
menntamaður Lars Eskeland. Sigurður
kvnntist ungmennafélögunum norsku og
menningarbaráttu þeirra, sem vildu setja
norska erfðamenningu í hásæti i írienn-
ingarlífi þjóðarinnar. Árið 1927 lét Sig-
urður aftur i liaf, fór nú til Danmerlc-
ur og stundaði nám i hinum fræga í-
þróttaskóla Níelsar Bukhs í Ollerup á
Fjóni.
Sigurður tók snennna að iðka glímu
og reyndist þegar manna fræknastur,
enda afrenndur að afli og um lcið mjög
fimur. Hann varð glimukóngur Islendinga
árið 1922, luttugu og fjögurra ára gam-
all, og var það síðan i sjö ár. Hann fór
með glímuflokk til Noregs vorið 1927, og
sýndi flokkurinn víða og vakli geipilega
aðdáun og athygli. Núverandi ritstjóri
Skinfaxa átti þess kost að sjó eina sýn-
inguna. Vakti hún afar mikla lnifni, enda