Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 6
6 SKINFAXI var lögð stund á allt í senn, frækilegan, fagran og drengilegan leik. Lék Sigurður það þá eftirminnilega, að láta glímur sín- ar endast sem lengst og sýna sem fjöl- breyttust brögð •—- ekki sízt þegar hann átti leik við þá, sem einna minnstir voru af fétögum hans, og þótti afbrigðagóð skemmtun að sjá Sigurð glíma við þessa menn. Hann var fyrst og fremst að liugsa um að frægja þjóð sína og hina fornu íþrótt liennar. Sigurður tók snemma við búi í Hauka- dal, og þar býr hann enn. Hann stofnaði þar íþróttaskóla árið 1927, þar sem lögð er stund á glimu, fimleika og sund, en einnig lögð áherzla á nokkrar bóklegar greinir og ])á ekki sízt islenka tungu. Og þrátt fyrir það, þótt skólinn veiti ekki nein sérréttindi að loknu námi, hefur Sig- urði tekizt að halda lionum uppi i þrjá áratugi við ágætan orðstír, og hefur skól- inn unnið íslenzku íþróltalífi ómetanlegt gagn, því að menn úr honum hafa orð- ið víða um land forystumenn um íþróttir. Þá liefur og sá þjóðlegi menningarandi, sem ríkir í skólanum, haft mikil og heilla- vænleg áhrif. Sigurður hefur verið óþreytandi í starfi sínu fyrir ungmennafélögin og liugsjóna- mál þeirra. Hann hefur ferðazt víðs veg- ar um landið á vegum Ungmennafélags íslands og Í.S.I., flutt erindi um íþrótta-, bindindis- og félagsmál og leiðbeint um fimlcika og glímu. Hann Iiefur setið í stjórn U.M.F.Í. og — eins og áður er get- ið — verið formaður Skarphéðins í hálf- an fjórða áralug — eða jafnlengi og talin var fyrir skemmstu meðal mannsævi. Hefur áhugi hans oft og tíðum haft úr- slitaáhrif um starf og stefnumál, ])ó að margra góðra' manna annarra hafi við nolið i hinu starfsama og fjölmenna hér- aðssambandi Árnesinga og Rangæinga. Hann hefur ekki aðeins lagt áherzlu á í- þróttastarfsemi félaganna, þó að hann hafi verið þess vel vitandi, að einungis hún var þess megnug að fleyta þeim yfir boða efnishyggju, fjárhyggju og þæginda- kappldaups styrjaldar og verðbólguára, heldur hefur liann verið trúr öllum hinum gömlu verðmætum og vakandi fyrir öllu nýju, sem að gagni mætti verða. Hann ann islenzkri tungu og bókmenntum — og þá einkum öllu í þeim að fornu og nýju, sem að er manndómsbragur og drengskapar, hann dáir fegurð landsins og vill hlynna að græðslu þess, liann ber i brjósti x-ækt til fornra minja og gleðst í hvert sinn, sem hann sér eða heyrir eilt- hvað, sem ber vitni um manndáð og mcnningarframtak. Sigurður er hinn ágætasti félagi, glað- ur, reifur og drengilegur. Hann er her- serkur að afli og lil vinnu, og er gaman að því, sem hafl er eítir öðrum merkum Árnesingi, Ólafi Ketilssyni á Laugar- vatni, sagt í gamni og alvöru, þá er Sig- urð bar á góma: „Síðan ég kynntist Sigurði Greipssyni, trúi ég öllu, sem sagt er í Islendingasög- unum um afrek fornmanna — og mörgu i Fornaldarsögum Norðurlanda.“ Sigurður er kvæntur Sigrúnu Bjarna- dóttur frá Bóli i Biskupstungum. Hún hefur verið honum ágætur förunautur, og auk venjulegra móður- og húsfreyju- starfa haft á hendi mikil og víðtæk um- svif vegna iþróttaskólans og gistiliússins, sem þau hjón hafa rekið um langt árabil i hinum gestkvæma Haukdal Geysis og

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.