Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1958, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 ÆcktneHHtir cy fílatfAinál Forspjall. Islenzkar bókmenntir voru lífsteinn þjóðarinnar á liðnum öldum, og er frekar að því vikið á öðrum stað hér í blaðinu. íslenzk skáld voru í fararbroddi þeirra manna, sem glæddu frelsisþrá þjóðar- innar, trú hennar á sjálfa sig og á land sitt, og eigi islenzka þjóðin að verða í framtiðinni sérstæð og sjálfstæð menn- ingarþjóð, verða bókmenntir hennar að blómgast og vera snar þáttur í öllu henn- ar menningarlífi. En það getur ekki orð- ið, nema skáldin séu i sem nánustum tengslum við líf þjóðarheildarinnar og lífsbaráttu og allur þorri unga fólksins kappkosti að kynna sér íslenzkar bók- menntir, fornar og nýjar. í skólunum á lestur skemmtilegra sagna og kvæða að vera veigamikið atriði, almenningsbóka- söfnin þurfa að eiga sem beztan og fjöl- breyttastan bókakost og íslenzlcur skáld- skapur á að verða umræðu- og skemmti- efni á fundum og samkomum hinnar ungu kynslóðar. Hér í blaðinu mun verða vakin atbygli á skáldum og skáldritum og leitast við að benda á, á hvern hátt islenzkar bók- menntir geta orðið viðfangsefni til fróð- leiks og skemmtunar. ' Grímur Thomsen var eitt af listefng- ustu og vitruslu skáldum okkar á öldinni, sem leið. Hann var karlmenni í lund og kjarnyrtari en flest skáld önnur. Hann valdi sér oft að yrkisefni kappa og kven- hetjur liðinna alda og hvatti unga fólkið til manndóms og dáða. Þáttur sá, sem liér er birtur, Bændaglíman, er saminn með hliðsjón af samnefndu kvæði eftir Grím, og er kvæðið fléttað inn í liann. Lárus Pálsson, leikari og leikstjóri, setti þáttinn á svið i Þjóðleikhúsinu, þá er minnzt var aldarafmælis iþróttakennslu á Islandi. Þorsteinn Einarsson iþrótta- fulltrúi samdi þáttinn, og Kristinn Ár- mannsson, nú rektor Menntaskólans í Reykjavík, las hann vandlega yfir til þess að tryggja, að hann væri svo mjög i anda fornrar skólahefðar og menningarerfða, að samboðið væri minningu Bessastaða- skóla. Nú geta ungmennafélögin spreytt sig á þættinum og slegið þrjár flugur i ein höggi: æft sig á gagnlegu og skemmti- legu viðfangsefni, aulcið áhuga fyrir glimu og leitt athygli félaganna að hin- fornrar sögu- og menntafrægðar. Þau eiga fjóra sonu, og eru þeir elztu þegar orðnir fræknir og kunnir glímu- og í- þróttamenn. Öllum góðum íslendingum bcr að þakka Sigurði Greipssvni starf hans og trú á það heilbrigða og jákvæða i fari þjóðarinnar, en á ungmennafélögum hvílir þakkarskyldan öðrum fremur. Hann er persónugervingur margs ]>ess styrkasta og bezla, sem ungmennafélögin hafa barizt fvrir frá upphafi vega.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.