Skinfaxi - 01.02.1958, Síða 9
SKINFAXI
9
leikum að spartverskum og forn-íslenzk-
um sið. Megi nú sú frækni og stæling, sem
vcr höfum i leiki þessa sótt, duga oss til
þess að halda á lofti lieiðri skólans. Höf-
um vér nú valið vora fræknustu félaga
til þess að mæta vermönnum. Megi vizka
Óðins og afl Þórs fylgja þeim. Megi fram-
ganga yðar, félagar, verða félagi voru og
samtökum til sóma og husum fordæmi
gott.“
Er inspector lýkur máli sínu kalla
skólasveinar:
„Heyr! Hevr! (Optime!) Vel mælt.“
Hávaði og samtöl þagna við það, að
Lector scholæ og kennarar koma inn á-
samt staðarráðsmanni og konu hans, seni
leiðir dreng við hlið sér. Hann er ærsla-
fullur, en móðir hans áminnir hann og
ræðir um, að hún hafi leyft honum að
horfa á hændaglíinuna vegna þess að
hann á afmæli:
„Þú manst liverju þú lofaðir?“
Grímur:
„Já mamma — að vera stilltur.“
Ivona staðarráðsmannsins:
„í dag er afmælið þitt, og þvi færðu að
sjá bændaglimuna, en út fer ég með þig,
ef þú verður eigi stilltur.“
Leclor, Hallgrímur, Sveinhjörn og
Björn ávarpa skólasveina — livetja þá og
áminna um að halda uppi lieiðri skólans.
Hallgrímur leggur þeim glímuráð.
Ávörp Léctors or/ kennarci:
Lector scholæ Jón Jónsson:
„Kennarar, skólasveinar og annað stað-
arfólk! Nokkur vandi er oss á höndum,
sem dregur fram í huga minn viðureign
þeirra Davíðs og Golíats. Koma nú hiiiir
fræknustu og afrenndustu glimumenn
meðal vermanna hér heim á staðinn til
])ess að reyna með sér og slcólasveinum í
hændaglímu. Gott er, að þér skólasveinar
hafið ástundað leiki vðar vel undir eftir-
liti og tilsögn dr. Schevings og Þorgríms
staðarráðsmanns. Er vel ,að þeir, sem eiga
að hera fram meðal þjóðarinnar lærdóm,
eigi sér hrausta og harðgjöra likama —
og' skuluð þér i því taka yður framferði
Páls postula til fyrirmyndar, sem ég hef
fyrir yður hrýnt, þar sem liann var einn
liinn hezti boðberi hins kristna siðar.
Kemur oft fram í hinum merku bréfum
lians skilningur lians á íþróttalegu upp-
eldi.
Góðu skólasveinar, minnist því„ að
liversu sem leikurinn fer, þá verði hann
yður og skóla vorum til sóma.“
Sveinhjörn Egilsson:
„Herra Lector scholæ, skólasveinar! í
hvert sinn, er þér glímið, minnist ég' við-
ureignar þeirra Ajants og Ódýsseifs, sem
Hómer lýsir í Illíonskviðu og lætur ger-
ast á leikum, er efnt var til eftir fall Hekt-
ors hins tróverska. Þessir kappar gengu
fram, er Akkilles mælti: „Gangið fram
þér, er freista viljið þessa leiks.“ Svo er
með yður. Þér gangið til leiks af frjáls-
um vilja. Eins og Hómer hefur í lýsing-
um sínum leilt yður að hinum glæstu
leikvöllum Grikkja, þá lief ég reynt með
frásögnum íslendingasagna að leiða yður
að leikvöllum forfeðra vorra, svo sem að
Seftjörninni í Haukadal vestur — þar
sem Gísli Súrsson og Þorgrímur Þor-
stéinsson áttust við í knattleikum eða að
])ingstaðnum á Hegranesi, hvar Greltir
gelck til fangs við hændur. Gleður mig að
sjá sögurnar lifa í leikum yðar, og tek ég
inér í munn áheit liins fjölráða Ódýsseifs,