Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1958, Síða 13

Skinfaxi - 01.02.1958, Síða 13
SKINFAXI 13 og hollt er orku að neyta; en núna sveinum blöskrar bili brækur, eða slitni sili. Dansinn sumir iðka enn, — eigi slíkt ég víti —, en — enga að lcunna iþrótt menn eru þjóðarlýti, — pipur glatt hjá piltum rjúka, og pappírs eigum vér fína búka. Þá gengur Gestur fram og þakkar glím- una og fer viðurkenningarorðum um fræknleik skólasveina og framfarir. Glímu-Gestur: „Er nú góðum leik lokið, og hafa þeir unnið, sem betri voru. Gleður það oss leikmenn, að þér, hinir lærðu, iðkið leiki vora og kunnið til átakanna og þorið að leggja á yður þrekraun nolckva. Vonum vér vermenn og óskum þess, að úr bin- um aumustu busum, sem stíga fæti sínum inn í Bessastaðaskóla, verði lærdóms- menn góðir, en um leið fræknir til sunds og glímu.“ Hallgrímur Scheving gengur niður úr stiganum og mælir til skólasveina lirós- vrði og afhendir Páli 2 spesíudali að verðlaunum og þakkar þeim — ber sam- an aðstöðumun þeirra og sýnir fram á, bve velæfðar skólaíþróttir færa með sér stælingu og vinna gegn kyrrsetu bók- lestursins. Dr. Scheving: „Fræknu vermenn! Þér hafið nú orðið að lúta ósigri i þessari bændaglímu, en ég vona, að þér sækið Bessastaðaskóla beim næsta vetur og vor á ferðum yðar til og frá verstöðvum bér á Suðurnesjum. Hollt er hverju menntasetri að vera í tengslum við alþýðumenn. Yður, skóla- sveina, blýt ég að ávarpa hreykinn. Var ég bræddur, er Páll stóð einn uppi, en hinir fallnir, sem eru honum glímnari, en því völdum vér Pál, að af honum fer bið mesta fræknleikaorð, síðan hann kleif upp innanverðan reykháfinn bér á Bessastöðum og síðar kirkjuturninn, þar til hann stóð á öðrum fæti á vindhanan- um og gól sem hani. Hér hafið þér, Páll, sýnt í kvöld hinn mesta fræknleika og fimleika með því að fella í glhnu frækn- asta íþróttamann landsins, Gest Bjarna- son, og gef ég yður í verðlaun 2 spesíu- dali. Þér vermenn hafið þrælað við árina, hograð við fiskidrátt og hakað skip upp i naust og niður til sjávar. Starfið hefur eflt afl vðar og þrek. Kyrrseta skóla- sveina myndi hafa rýrt vöðva þeirra og gert þeim þungt fyrir hrjósti, hefðu þeir ekki notið stælingar við iðkun glimu, sunds og knattleika. Er því frammistaða skólasveina oss öllum áminning um, að það þarf sterk bein til þess að þola góða daga.“ Hljómlistin tekur við og svo þulur, sem les síðasta, 12. erindi, kvæðisins: Á fornri hafa frækni trú fjör að nýtt liún kveiki, yngja upp Grikkir aftuv nú olympíska Ieiki, — oss er heldur gjarnara að gleyma því góða, sem hér átti heima. Er þeim lestri lýkur, gengur leetor fram og þakkar þessa skemmtun og heimsókn og spyr staðarráðsmann, hvort veitingar séu eigi framreiddar. Lector scholæ Jón Jónsson:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.