Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.02.1958, Qupperneq 18
13 SKINFAXI bókakostur er hverjum manni nauðsyn- legur. Lestur bóka úr bókasafni er áreið- anlega sú ódýrasta dægrastytting, sem völ er á, og um leið einhver sú bezta, ])vi að til er margt bóka, sem ekki veita lak- ari skemmtun en velflest annað, sem fóllc á kost á sér til afþreyingar. En auk þess eru góð skáldrit menntandi og fræðandi. Þau auka lesandanum mannþekkingu, skerpa athyglisgáfu hans og gagnrýni, opna augu hans fyrir orsaka- og afleið- inga samhengi lífsins, vekja lijá honum ýmsar hugsanir og hugmyndir, glæða hjá Iionum tilfinningu fyrir móðurmálinu og fyrir rökréttri hugsun, auka honum orðaforða og gera hann færari um að koma fyrir sig orði i ræðu og riti. Þá ber þess að gæta, að til er mýmargt mjög al- þýðlegra fræðibóka um hvers konar efni. Sitthvað er orðið til af slíkum bókum á íslenzku, og á Norðurlandamálum getur hver og einn fengið fræðibælcur i sam- ræmi við sín hugðarefni og sitt þekking- arstig. 1 erlendum almenningsbókasöfn- um sitja eldri og yngri með slíkar bækur, hafa margir hjá sér minnisbók, sem þeir skrifa í, sumir metramál og pappír, og svo skrifa þeir tölur og teikna myndir eftir þeim, sem eru i bókinni. Þarna sitja vélvirkjar og bílvirkjar, málarar, pípu- lagningarmenn, járnsmiðir, húsasmiðir og húsgagnasmiðir, rafvirkjar og blikk- smiðir — og svo mætti lengi telja, og margar af þeim bókum, sem þarna eru notaðar, ættu ekki aðeins að vera til í hverju bæjar- og héraðsbókasafni, heldur sumar — á þessari öld tækninnar — einnig í sveitarbókasöfnum. Þörf hvers einstaklings fyrir góðan og sem fjölbreyttastan bókakost ætti að vera nægilega brýp ástæða til þess, að ung- mennafélög hefðu afskipti af bókasafns- málum sveitar sinnar og héraðs. En auk þess kemur það til, að fjölbreytt bóka- safn er nauðsynlegt hverjum þeim al- mennum félagsskap, sem vill vinna vel sitt hlutverk. Eins og reynt mun verða að sýna í þáttunum Bókmenntir og [é- lagsmál, má sækja í skáldrit skemmti- efni á félagsfundum og verkefni til um- ræðu og ályktunar, og úr fræðibókunum geta bæði einstaklingar og leshópar unn- ið ekki aðeins gagnleg, heldur lika skemmtileg viðfangsefni. Afskipti félaganna af bókasafnsmálum geta verið margvísleg. En fyrsta skrefið er að taka þau til umræðu á fundum sín- um og vekja þar áliuga fyrir notkun safnanna. Síðan er að snúa sér að því að auka fjárráð þeirra. Er enginn vafi á, að unga fólkið í bverri sveit getur haft áhrif til aukinna fjárframlaga af hendi sveitarstjórnar, og héraðssamböndin munu vart hamra lengi á dyr sýslusjóða, unz sýslurnar taka upp sama hátt og bæ- irnir, að miða fjárframlögin meira við brýna þörf en lágmarksákvæði laganna. Þá geta og félögin gengizt fyrir skemmt- unum til ágóða fyrir sveitarbókasöfnin. Til eru nokkrar sveitir á landinu, þar sem ár eftir ár er þannig aflað fjár svo þúsundum skiptir til bókasafna, og þarna er einmitt um að ræða sveitir, sem ekki hafa neitt fjölbýli að bakhjarli. Þá geta félögin haft ábrif á, að bókavarzla sé í sem beztu lagi, söfnin séu skráð, bækur bundnar, bókakostur aukinn og bættur og sendar út fjölritaðar skrár yfir nýjar bækur til þess að auka notkun safnanna. (Frh. á bls. 24.)

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.