Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1958, Side 19

Skinfaxi - 01.02.1958, Side 19
SKINFAXI 19 Guðmundur skáld Böðvarsson er fæddur árið 1904. Hann er Borgfirðingur að ætt og upp- runa og af miklu skáldakyni. Hann býr búi sínu að Kirkju- hóli í Hvítársíðu. Jafnvel hinir vandlátustu búmenn í uppsveit- um Borgarfjarðar bera honum bann vitnisburð, að liann sé kunnáttusamur, hagsýnn og að öllu hinn nýstasti bóndi. En samt sem áður er hann orðinn eitt af merkustu Ijóð- skáldum íslendinga, og er þá mikið sagt. Hann er mikill mál- og bragsnillingur, smekkvís um val orða og hkinga, raunsær og draumamaður i senn. Hann ann allri fegurð, livar sein lnin hirtist sjónum lians, liefur næmt auga, eyra og tilfinningu fyrir hverju tilbrigði islenzkrar nátt- úru, ber gott skyn á aldalanga menningarbaráttu íslenzlui þjóð- arinnar við hin erfiðustu skil- yrði, en sér vitt um veröld og bjáist með þjáðum, hvar sein þeir eru á jörðinni og hvert scm er þeirra litarraft. Kvæðið í vor, (jti&mundu uóinundur lOoóuaraon: I V □ R Úr Undir óttunnar himni. T nótt urðu allar grundir grænar í dalnum, því gróðursins drottinn kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt. Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. O, börn, mælti jörðin, á svifi í sumarsins skýjum, nú fer sólin að skína, ó, munið að vera ekki deilu- og drottnunargjörn. Hver kenndi yður, smávinir, misskipting mömmunar gjafa og að metast til dauða um hvern blett minna landa og hafa? ó, börn! Þann draum hef ég elskað að varðveita börn mín og blómstur í blessun og friði stutt augnablik þeirra við eilífðarhafsins straurn með jafn-háum rétti til vaxtar í vorinu bjarta, frá vöggu til moldar ég gaf hverju óspilltu hjarta þann draum. Svo góð er sú móðir hins skamnivinna lífs er vér lifum í ljósi og skugga. 1 perludúk gróðursins þerrar hún barnanna blóð ógæfusömust af öllum himinsins stjörnum, en aldrei var samt nokkur móðir jafn frávita börnum svo góð. I dag strauk hún enn vfir enni mitt blæmjúkri hendi, í ástúð og trega, og rödd hennar var eins og hljóðlátt og' huggandi lag: Yertu rólegur, drengur minn, dagur og nótt skulu mætast, því draumar þíns hjarta í nótt, ó, þeir skulu rætast í dag. sem er eitt af beztu ljóðum Guðmundar, sýnir glögglega snilli lians, raunsæi hans og víðsýni og þá trú, sem hann ber í brjósti, þrátt fyrir allt — á sigur lífs og gróðurs. GuSmundur hefur gefiS út fjórar ljóSabæluir, og KvæSa- safn hans kom út í einu bindi áriS 1956. •♦•

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.