Skinfaxi - 01.02.1958, Side 27
SKINFAXI
27
landa, keppnisför til Akureyrar og
skemmtiferð til Vestmannaeyja. „Ferðir
þessar tókust prýðilega og voru þátttak-
endum til gagns og ánægju,“ stendur í
skýrslu stjórnarinnar.
Menntamál. Gert er ráð fyrir þvi á
skýrsluforminu, að samböndin kunni að
hafa einhver afskipti af menntamálum,
en þar sem greinargerð um slik afskipti
er ællað rúm, er eyða i öllum skýrslunum.
Hálfrar aldar afmæli.
U.M.F. Reynir á Árskógsströnd i Eyja-
firði minntist hálfrar aldar afmælis sins
28. desember s.l. með mannfagnaði að
Árskógi. Boðið var sórstaklega öllum
þeim, er fyrr eða síðar bafa starfað í fé-
laginu, sem og öðrum sveitungum. Einn-
ig stjórn Ungmennasambands Eyjafjarð-
ar.
Formaður félagsins, Kristján Yigfús-
son, bauð gesti velkomna, en liófinu
stjórnaði Angantýr Jóhannsson. Snorri
Kristjánsson rakti sögu Reynis. Iívartett-
inn Þrestir skemmti með söng. Margir
tóku til máls, m. a. formaður U.M.S. E.,
Þóroddur Jóhannsson. Kristján Vigfús-
son flutti kvæði. Félaginu bárust mörg
heillaskeyti. Þá lilutu þau Kristín H.
Jónsdóttir og Jón Gíslason gjafir frá fé-
laginu, Kristin fyrir 40 ára starf, en Jón
fyrir iþróttaafrek.
Mættir voru tveir af stofnfélögum og
einnig tveir heiðursfélagar, sem cftir lifa
af sex, er kjörnir hafa verið. Að loknu
horðhaldi var skrautsýning, en síðan
dans. Yfir 200 manns sátu hófið. Gert
verður myndaspjald af félagsmönnum i
tilefni afmælisins.
U.M.F Reynir var stofnað 3. marz 1907.
Tveir ungmennafélagar frá Akureyri
mættu á stofnfundinum og fluttu ræður,
þeir Erlingur Friðjónsson og Jóhannes
Jósefsson. Síðan liefur félagið starfað
óslitið og margir áliugamenn skipað sér
undir merki þess, þótt skipzt hafi á skin
og skúrir á liðinni hálfri öld. Það lagði fé
til skóla- og samkomuhúss sveitarinnar og
hefur gjört á staðnum íþróttavöll og trjá-
reit. Þá var sundkennsla á vegum félags-
ins, áður en sundskylda var lögleidd.
Fyrr á árum var glíma iðlcuð, en síðan
aðrar íþróttir og fimleikar. Unnið hefur
verið að bindindis- og mannúðarmálum
og námskeið haldin i lieimilisiðnaði og
tréskurði. Tekna hefur félagið fyrst og
fremst aflað með skemmtunum. Einnig
hafa félagsmenn gert ýmsa muni, er seld-
ir voru á uppboði, unnið að heyskap,
vegavinnu o. fl. til tekna fyrir félagið.
Reynir hefur gefið út handritað blað,
„Ilelga magra“, um 36 ára skeið. Hefur
blaðið verið lesið upp á fundum félags-
ins.
Stjórn félagsins skipa nú: Kristján
Vigfússon formaður, Rósa Stefánsdótlir
ritari, Georg Vigfússon gjaldkeri. Með-
stjórnendur; Ása Marínósdóttir og Þör-
steinn Marínósson.
Leilcslarfsemi.
Ungmennafélagið Afturelding í Mos-
fellssveit liefur æft leikritið Græna lvft-
an og leikið það nokkrum sinnum í IJlé-
garði fyrir fullu húsi. Leikritið er þýdd-
ur gamanleikur, vel gerður, og fylgir
gamninu noklcur alvara. Leikurinn krefsí
allmikillar hæfni af þeim, sem fara með
aðalhlutverkin. Félagið fékk Klemens
.Tónsson leikara og leikstjóra til að selja