Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1959, Side 5

Skinfaxi - 01.02.1959, Side 5
SKINFAXI 5 ☆ ☆☆☆☆☆ ☆ ☆☆☆☆☆ Hinn þjóðkunni framkvæmdamaður, Tryggvi Gunnarsson, gaf Ungmennafélagi Islands landspilduna Þrastaskóg á 76. af- mælisdegi sínum, 18. október 1911. Skyldu ungmennafélögin klæða þessa landspildu í grænt skrúð og sjá þar um skógrækt í framtíðinni. Gjöfin var kærkomin. Ung- mennafélögin liöfðu vakið áhuga fyrir skógrækt, og hún var eitt af stefnumálum samtakanna. Gjöfin var vegleg og gefin í trausti á ungmennafélögin og trú á land- ið og framtíðina. Þessi gjöf Tryggva Gunn- arssonar lagði ungmennafélögunum því mikla siðferðilega skyldu á herðar. Síðan UMFl eignaðist Þrastaskóg, liafa vegs í lífi og starfi íslenzkra ungmennafélaga, verður að ríkja, hvar sem þeir leggja hönd. á plóginn sem einstaklingar og félagsdrengir, ef starf þeirra á að verða þeim og þjóðinni til varanlegrar gleði og hlessunar. Lerki í Þrastaskógi. Myndin tekin 1958. verið gróðursettar þar um 70 þúsund trjá- plötur, og skógurinn hefur tvisvar verið girtur. UMFÍ hefur haft skógarvörð í Þrastaskógi yfir sumarmánuðina frá 1922, að undanteknum stríðsárunum 1941— 1943, en þá hersátu Bretar gistilnisið í skógarjaðrinum. Dvöl Bretanna þar end- aði með því, að gistihúsið brann til kaldra kola. Þau ár, sem herliðið dvaldi við skóg- inn, var hann umhirðulaus og lét á sjá, enda var umgengni hermannanna ekki góð. Síðan liefur skóginum farið vel fram. Þar hefur verið gróðursett hirki, reynir, rauðgreni, lerki, sitkagreni og margar teg- undir af furu. Ilæstu trén í skóginum eru nú á sjötta metra, og eykst árlegur hæðar- vöxtur þeirra. Hinum merka forystu- manni ungmennafélaganna, Aðalsteini Sig- mundssyni, liefur verið reistur minnisvarði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.