Skinfaxi - 01.02.1959, Síða 6
6
SKINFAXI
í skóginum skammt frá Tryggvatré. Rík-
arður Jónsson myndhöggvari réð gerð
varðans og gerði vangamyndina, sem á
honum er, allt án endurgjalds. Þannig
minntist hann vinar síns Aðalsteins og
Furur I Þrastaskógi.
sýndi ungmennafélögunum frábæra vin-
semd og höfðingsskap. UMFl og einstök
ungmennafélög hafa lagt fram mikla
vinnu og fjármagn til Þrastaskógar af litl-
um efnum, en duga skal þó betur. Verk-
efnin eru nóg.
Sambandsstjórn liefur farið þess á leit
við stjórn Skógræktarfélags Islands, að
UMFl njóti styrkja og fyrirgreiðslu vegna
skógræktar í Þrastaskógi á sama hátt og
skógræktarfélögin, en hún telur sér ekki
fært, vegna ákvæða í lögum, að verða við
þeirri beiðni. Ekki virðist þó ósanngjarnt,
að skógrækt í Þrastaskógi njóti sömu fjár-
hagsaðstoðar og viðurkenningar frá hinu
opinbera og. skógrækt annars staðar á
landinu. Slcógræktarfélögin njóta styrkja
til girðinga og fá afslátt á plöntum. Skóg-
arverðir eru launaðir af hinu opinbera, en
UMFl greiðir laun til skógarvarðar, sem
starfar í Þrastaskógi yfir sumarmánuðina.
Samkvæmt samþykkt sambandsráðs-
fundar UMFl 1958 hefur stiórn UMFÍ sótt
um styrk tií Alþingis vegna skógræktar í
Þrastaskógi. Ungmennafélög í nágrenni
við skóginn hafa unnið þar að gróðursetn-
ingu, og nokkur hafa sent skrifstofu UMFl
myndarlegt framlag til hans, og ber að
þakka það. Það væri glæsilegur vitnisburð-
ur um áhuga og félagsþroska ungmenna-
félaga, ef hvert einasta félag á landinu
legði sérstaklega af mörkum nokkra fjár-
uppliæð til þess að koma upp myndarleg-
um trjágróðri í Þrastaskógi, t. d. 5—10
krónur frá hverjum félagsmanni. Fyrir þá
uppliæð væri mikið hægt að gera. Margt
smátt gerir eitt stórt.
Mörg fjárfrek verkefni híða fram-
kvæmda i Þrastaskógi. Árleg gróðursetn-
Börn I „lundi nýrra skóga" 1958.
Myndin frá 1958.
ing þarf að aukast verulega. Koma þarf
upp íþróttaleikvangi og prýða umhverfis
styttu Aðalsteins Sigmundssonar. Þá þyrfti