Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1959, Page 7

Skinfaxi - 01.02.1959, Page 7
SKINFAXI 7 að koma upp fullkominni gróðrarstöð i skóginum, svo að hann verði sjálfum sér nógur um plöntuuppeldi og geti einnig miðlað ungmennafélögum úti um land. Ef hugmynd ungmennafélaganna um fé- lagsmálaskóla verður að veruleika, kæmi fyllilega til greina að staðsetja liann í Þrastaskógi. Þegar allt er komið í fram- kvæmd, hefur Þrastaskógur öll skilyrði til þess að vera miðstöð og heimili ung- mennafélagslireyfingarinnar, og að því ber að keppa. Fjöldi fólks heimsótti Þrasta- skóg síðastliðið sumar. Um helgar mátti sjá 20—30 bifreiðar við skógarhliðið sam- tímis, allan daginn. Umgengni fólksins í skóginum var mjög góð. Áliugi ungmennafélaganna fyrir skóg- rælct var mikill fyrstu árin, og hann er enn vakandi, en aðstæður hafa breytzt. Víða um land voru haldnir skógræktar- dagar. Eitt árið voru t. d. gróðursettar 40 þúsund plöntur. Myndarlegir trjágarðar eru til, og viða var komið upp skógar- reituin. Ungmennafélögin áttu hugsjónina „að klæða landið". Skógræktarstörf þeirra hafa að vísu, og af eðlilegum ástæðum, ekki verið í réttu lilutfalli við áhugann, hina fögru hugsjón, en það er ekki áhug- ans sök. Félögin voru fjárhagslega fátæk og fullan skilning hinna sterku vantaði. Hvaða aðili hefði komizt lengra við sömu aðstæður ? 1930 var stofnað sérstakt félag um skóg- ræktarmál — Skógræktarfélag Islands. Nú eru skógræktarfélög um land allt og fjöldi ungmennafélaga vinnur að gróðursetningu og skógræktarmálum á vegum þeirra, og er það vel. Nokkur ungmennafélög eiga þó sína eigin reiti. Það er eðlilegt, eins og málum er nú komið, að skógræktarfélögin liafi alla forystu i skógræktarmálum. Þau eru hinn viðurkenndi aðili af liendi hins opinbera. En Þrastaskógur er sá reitur, sem ung- mennafélögin bera ábyrgð á og eiga ein að sjá um. Hann á að bera þess vitni, að þau eru enn trú hugsjóninni „að klæða landið“. Sú hugsjón er ekki aðeins hugar- gaman og dægradvöl. Nú er talið nokkurn veginn öruggt, að hægt sé að rækta nytja- skóga á íslandi. Ég hef áður borið fram þá hugmynd, að skógræktarstörf verði gerð að föstum lið i stai’fsemi skólanna. Þau eiga að vera einn þáttur vei’knámsins. Þannig getur slcóggræðslan orðið merkur þáttur í upp- eldi æskunnar, og þá vinnst tvennt: Æsk- an vex að manndómi og skerpir trú sína á landið og gróðurmold þess, og ættjörð- in verður fegurri og betri. Ungmennafélagar! Þrastaskógur er óskabarn samtaka okkar. Með því að veita honurn þá umönnun og alúð, sem með þarf, sýna ungmennafélögin trú sína í verki. Skúli Þorsteinsson. Héraðsþing Skarphéðins. Skarphéðinn, stærsta og eitt athafna- samasta héi'aðssambandið, hélt héx-aðs- þing sitt í Hveragerði i janúarmánuði. Þar voru rædd störf félaganna heima í héraði og stefnumál U.M.F.I. Var þar ríkjandi mikill og almennur áhugi. Framkvæmda- stjóri U.M.F.I. mætti á þinginu, flutti þar ávarp og tók þátt í umræðum. — Skinfaxi liefur ekki fengið nánari fregnir af þing- inu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.