Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 9
SKINFAXI
9
að falli. Hann fékk of lítinn styrk til að
reka einkaskóla í sveit. Taldi þá Sigurður
sér ekki fært að lialda rekstrinum áfram,
flutti til Reykjavíkur og andaðist þar
nokkrum árum síðar.
Skólahugsjón Sigurðar var vinsæl í
Borgarfirði. — Ungmennafélagshreyfingin
var mjög öflug í héraðinu, og sumir af
áhugamönnum ungmennafélaganna voru,
þegar liér var komið, orðnir þar miklir
ráðamenn. Nokkrir þeirra mynduðu félag
til að bjarga Hvítárbakkaskóla frá upp-
lausn. Kunnugastir voru mér í þeim lióp
Andrés Eyjólfsson í Siðumúla, Davíð Þor-
steinsson á Arnbjarnarlæk, Guðmundnr
Jónsson á Hvítárbakka og Jón Hannesson
í Deildartungu.
Hvítárbakkafélagið fékk marga dugandi
menn til forstöðu og kennslu við skólann
fram undir 1930. Einn af eigendum skól-
ans, Guðmundur Jónsson, bjó myndarbúi
á skólastaðnum, og var skólanum mikill
styrkur af lieimilisforstöðu þeirra Hvítár-
bakkahjónanna. Á þessu tímabili var hér-
aðsskólahrevfingin að festa rætur á Islandi.
Árið 1923 veitti Alþingi tiltölulega rausn-
arlega fjárhæð til að gera vandað skóla-
hús á Laugum í Reykjadal; viðunanlegur
styrkur var veittur til kennslunnar, miðað
við það, sem áður var í tíð Sigurðar Þór-
ólfssonar á Hvítárbakka. Þá veitti Alþingi
fé til að reisa yfirhyggða sundlaug fyrir
nemendur Laugaskóla. Öll liús skólans voru
hiluð með hveravatni, og var þá lagt inn á
nýja leið, bæði umfyrirkomulag ungmenna-
skólanna og með notkun jarðhita. Með
þessum orkugjafa mátti liúsa ungmenna-
skólana betur en áður var og koma við
miklu fjölhreyttari íþróttakennslu heldur
en áður þekktist við skóla liér á landi. For-
göngumenn Hvítárbakkaskóla fundu, að
skólastaðurinn var ekki heppilegur lil
langframa. Þar var ekki jarðhiti og erfitt
um samgöngur í héraðinu. Forgöngumenn
ungmennafélaganna í Borgarfirði höfðu
bjargað skólamálum tiéraðsins yfir erfið
ár og vildu nú gjarnan þiggja aðstoð mann-
félagsins til endurbóta á liúsakosti og
skipulagi Hvítárabakkaskóla.
Um þær mundir fór ég með stjórn
kirkju- og kennslumála í nokkur misseri.
Hófst þá samvinna inilli min og eldri og
yngri manna í Borgarfirði um að flytja
Hvítárhakkaskóla að Reykholti. Sá stað-
ur lá vel við í héraðinu, var auk þess lielg-
aður mikilli sögufrægð. I.andkostir voru
þar góðir, jarðhiti mikill og auðfenginn.
Prestaskipti urðu i Reykholtsprestakatli
um þessar mundir, og var Reyklioltspresta-
kall auglýst með takmörkuðum jarðar-
hlunnindum fyrir næsta prest. Með því
móti var skólanum tryggt ódýrt og gott
jarðnæði, en prestinum ætlað nægilega
mikið land fyrir búskap, ef liann vildi því
sinna. Árið 1929 samþykkti Alþingi stofn-
lög héraðsskólanna. Voru þeim þar tryggð
fjárframlög úr ríkissjóði til bygginga og
stuðningur við reksturinn í samræmi við
tölu nemenda, sem sóttu skólann. Guðjón
Samúelsson, húsameistai’i ríkisins, gerði
uppdrátt að Reykholtsskóla eins og hann er
nú. Hafði varla sézt jafn glæsileg bygging
í sveit á Islandi. Stjórn Jóns Magnússonar
liafði ætlað að endurbyggja Reykliolt með
öðrum hætti og byggt þar steinfjós og
hlöðu. Síðan skyldi bærinn fylgja í forn-
um stíl. En nú var þessu skipulagi hreytt,
því að bezta hússtæðið var einmitt þar,
sem húið var að reisa peningsliúsin. Voru