Skinfaxi - 01.02.1959, Side 25
SKINFAXI
25
fæ aldrei aðra eins konu. Verið þið ekki
að reyna að hugga mig, því að þetta er
dagsatt.“ Og liann hélt áfram að lirista
höfuðið og yppta öxlum, líkt og ógæfan
livíldi á lionum eins og farg.
„Þú verður nú ekki í vandræðum með
að fá þér aðra konu,“ sagði Líkódíana í
huggunartón. „Ég hugsa þú þurfir ekki
annað en svipast um og ákveða þig.“
„Nei, nei!“ hvein í Menó, og hann hengdi
höfuðið eins og múlasni. „Ég fæ aldrei
konu, sem er liennar jafningi. Héðan af
verð ég ekkill. Það megið þið hóka.“
„Vertu nú ekki að því arna,“ mótmælti
Sigdóra. „Það er ljótt af þér að segja ann-
að eins og þetta. Þú verður að ná þér í
konu, þó ekki væri nema vegna þessa
móðurleysingja, sem liérna er. Hver ætti
ananrs að hugsa um hana, þegar þú ert
úti á túni eða akri? Þú ætlar henni þó
víst ekki að ráfa út og inn í algeru reiðu-
ieysi ?“
„Bentu mér á konu, sem jafnist á við
þessa, sem skirrðist við að þvo sér til þess
að óhreinka ekki vatnið. Og hún liugsaði
betur um slcepnurnar og amboðin en úr-
vals vinnumaður og snerist í kringum mig
eins og skopparakringla. Ég þurfti ekki
heldur að óttast, að hún gripi einu sinni
til sinna þarfa baunahnefa úr sigtinu, og
aldrei kom það fyrir, að hún rétti fram
höndina og segði: Gefðu mér nú! Þá held
ég liún færði mér heimanfvlgju, sem er
gulls ígildi! Og nú verð ég að skila því
öllu til föður hennar, af því að við vor-
um barnlaus. Hann var einmitt að segja
mér það áðan, skrúðhúsmaðurinn, sem
kom með vigða vatnið. Eða livað henni
þótti vænt um telpuhnokkann, sem hún
sagði að minnti sig svo á vesalinginn liana
systur hennar. Ef ég hefði átt konu, sem
ekki hefði verið móðursystir telpunnar, þá
hefði hún liaft horn í síðu þessa móður-
leysingja.“
„Ef þú tækir þessa dóttur Nínós, sem
eftir er, þá mundi allt verða með himna-
lagi, hæði með tilliti til heimanfylgjunn-
ar og telpunnar,“ sagði Likódíana.
„Þú þarft ekki að segja mér það, en
vertu eklci að jamla á þessu við mig, því
að mér finnst eins og munnurinn á mér
fyllist af galli, þegar þú nefnir það.“
„Það á lieldur ekki við að vera að tala
um svona núna,‘“ sagði Sigdóra, sem fannst
hún verða að liðsinna mannaumingjanum.
„Svona, Menó, fáðu þér nú heldur í svang-
inn en að híma svona, því að þú ert all-
ur af manni genginn.“
„Nei, nei!“ emjaði Menó á ný. „Nefndu
ekki mat við mig. Það er eins og hálsinn
á mér hafi verið troðinn út af einhverjum
óþverra.“
Sigdóra tók koll og setti fyrir framan
hann, lét á kollinn heitt brauð, svartar
olífur, geitaost og vínflösku. Og vesaling-
urinn tók að næra sig, fór sér mjög liægt,
sat þarna rólegur og tautaði fyrir munni
sér ósköp armæðulegur á svipinn.
„Enginn hakaði önnur eins brauð og
liún, blessuð manneskjan,“ sagði liann
hrærður. „Þau voru á bragðið eins og
þau væru úr hreinu hveiti! Og úr jurtum,
sem hún tíndi úti um hagann, bjó hún
til súpu, sem var svo góð, að maður saug
á sér fingurna, þegar maður var búinn
af diskinum. Nú verð ég að kaupa brauð
lijá hölvuðum okraranum honum Púddó,
og ekki mundi svo vel, að ég fengi lieita
súpu, þegar ég kem heim eins og hundur
af sundi dreginn. Ég má skríða ofan undir