Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.02.1959, Qupperneq 26
26 SKINFAXI álíka kaldur innvortis og ég liefði belgt mig út á blávatni, eftir allt rigningarbað- ið. Og iiugsið ykkur bérna um nóttina, þá sat ég og vakti; ég liafði verið að herfa akurskækilinn hérna niðri i víkinni. Og svo syfjaður var ég, að ég iieyrði sjálfan mig hrjóta. Jæja, nema þegar ég sit þarna við rúmstokkinn, segir hún, lieillin sú arna: „Farðu nú fram og fáðu þér að borða. Ég lét súpupottinn standa á hlóð- unum til þess að hann liéldist heitur.“ Alltaf var hún með liugann við mig, heim- ilið og það, sem hún átti að sinna, hugs- aði um þetta og hugsaði um hitt, svo að fram á síðustu stundu var hún að áminna mig, eins og hún væri á leið í langt ferða- lag, og alltaf lieyrði ég hana vera að tala, hvort sem ég vakti eða svaf. Og fagnandi fór hún yfir í annan heim! Með krossinn á brjóstinu og hendurnar krosslagðar. Hún hefur hvorki þörf fyrir sálumessur né fyrirbænir. Það væri að fleygja peningum i sjóinn, að fá prestinn til að standa í þess háttar stússi hennar vegna.“ „0, það er ekki annað að hafa í þess- um lieimi en slys og óhöpp. Nú eru ein- liver innanmein að fara með asnann lienn- ar Angelu, nábýliskonu þinnar,“ sagði kon- an, sem komið hafði og sagt lát Núnsíu. „M i 11 áfall er miklu meira!“ sagði Menó og þurrkaði sér um munninn með handarbakinu. „Nei, þið megið ekki troða meira i mig, því að það er eins og hver munnbiti verði að blýi i maganum á mér. Borða þú heldur, vesalings sakleysinginn, sem ekki hotnar neitt í neinu. Nú átt þú engan að, sem þvoi þér og greiði. Nú átt þú ekki lengur neina móður, sem taki þig undir sinn verndarvæng; það er úti um þig — eins' og mig. Hana hafði ég náð í handa þér, en aðra eins stjúpu munt þú aldrei framar eignast, harnið gott!“ Telpan setti nú aftur skeifu á munn- inn og byrgði andlitið í höndum sér. „En þú neyðist til að skaffa henni aðra stjúpu,“ ítrekaði Sigdóra. „Þú verður að sj á þér út konu vegna þessa vesalings móð- urleysingja, sem annars verður umhirðíi- laus.“ „Og ég sjálfur? Hvað á að verða um mig? Og folaldið mitt? Og heimilið mitt? Og hver á að hirða um hænsnin? Æ, lof mér að gráta, Sigdóra! Það hefði verið nær, að ég hefði dáið, heldur en þessi blessuð manneskja.“ „Þegiðu maður! Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja. Þú veizt ekki, livernig það heimili er statt, þar sem enginn er bónd- inn.“ „Það er aldrei nema satt,“ sagði Menó, og nú var honum léttara. „Nei; það er nú einmitt það. Líttu á aumingjann liana Angelu! Fyrst deyr mað- urinn hennar, siðan uppkominn sonur, og nú er liún að missa asnann sinn i tilbót.“ „Ef asni er með iðraverki, þá á að taka honum blóð í náranum,“ sagði Menó. „Farðu til hennar, þú, sem berð skyn á svona lagað,“ sagði nágrannalconan. „Það væri miskunnarverk, sem mundi reiknast sál konunnar þinnar til tekna.“ Menó stóð upp og hélt af stað yfir til Angelu, og telpan elli hann eins og kjúk- lingur, því að nú átti hún engan annan að. Sigdóra var mikil og umhyggjusöm liúsmóðir, og svo kallaði hún þá: „Og húsið? Hvernig hefur þú skilið við það? Nú er það tómt, gáðu að því!“ „Ég aflæsti, og svo bjæ nú liún Alfífa

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.