Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 4
100
SKINFAXI
Wcttito keíqa
Kvikar rastir norðurljósa loga,
lýsir stjörnuskin um himinboga.
Andi hljóður strýkur vog og vanga,
vakir blunda milli gljárra spanga.
Stjarna blikar tært á liimni heiðum,
húmið víkur burt af köldum leiðum.
Jólin veita frið og frelsi mönnum,
flytja þreyttum líkn í dagsins önnum.
Yfir gjörvallt landið færist friður,
fjarri öllu er dagsins þras og kliður.
Öldungs hlýnar þel í bljúgum barmi,
barnsins geislar þrá af vör og hvarmi.
Máttug erlu, milda nóttin hljóða,
mannsins hjarta vermir sögnin góða.
Drottinn vakir yfir veröld þinni,
vita lífsins kveikir döpru sinni.
Fagurt varstu, blessað barn í jötu,
byltir þungum steini úr lífsins götu.
Minningarnar margar sorgir græða,
mannkyn flytur djúpa þökk iil hæða.
Blessuð jólin vekja von í hjarta,
veita trú og fegurð geisla bjarta,
vængjatökin létta lífi ungu,
leggja helga bæn á vör og tungu.
Þó að vopnin kliði i köldum heimi,
kvikni eldar, brenni, —- tárin streymi.
örugg skulu tengjast bræðraböndin.
Boðar nóttin helga frið um löndin.
S k ú I i Þ o r s t e in s s o n.
--------------~—-------------------------------------------------1