Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 22
118 SIÍINFAXI um síðar rigndi yfir Naustabæinn spik- lengjum, rengisflikkjum, kettæjum, inn- yflatætingi og beinflisum, og hrosshófur sentist inn um gluggann og beint í brúð- kaupsmyndina af hjónunum, en gler- augnahús úr látúni hentust á magann á henni Möngu, svo aS hún tók andköf, baS- aSi út höndum og datt á bossann á gólfiS. „Komdu út manneskja,“ sagSi Pétur, tók undir herSarnar á lienni og reisti hana upp.“ Svo leiddust þau út og svipuSust um. Þar sem hvalurinn liafSi veriS, gat aS líta alldjúpa kvos — og hvergi sást Jói gamli, hvergi sú jarpa, en kerran lá heima í varpa og benti brotnum kjálka á lijónin á hlaSinu. Um allt túniS, hlaSiS og engiS milli Nausta og Mýrar — já auSvitaS líka um MýrartúniS og MýrarhlaSiS -— var stráS smátættu ketmeti og beinabrotum. Og Pétur sagSi: „Hann má eiga þaS, blessaSur karl- fuglinn, aS jafnt mun vera skipt, enda betra, úr þvi hann lofaSi þeim dökka sjálfum sér og þeirri jörpu, ef honum brygSust skiptin.“ „Hann dansar vist í Paradís, karltetr- iS, á þessum jólum,“ sagSi Manga. „Já — og sú jarpa — hún verSur þar leidd aS stalli — líklega enginn rusti taS- an af túninu þar i Paradís!“ „Jæja, þaS hafSi þá einhver gott af hvalnum okkar, þó viS hefSum þaS ekki,“ svaraSi Manga. . . . Svona var sagan sögS mér af trú- verSugum manni, en hvort þiS rengiS hann — eSa mig — um þaS eruS þiS vit- anlcga sjálfráS. En víst og satt er þaS, aS margt misjafnt hefur hlotizt í veröldinni af ágirnd og öfund. Góð uppskera á akri ljóðlistarinnar Frá DaviS Stefánssyni, hinu vinsæla og alþýSlega listaskáldi, hefur komiS ný ljóSabók á þessu hausti. Heitir hún I dög- un og flytur sextíu kvæSi, sem ekki liafa áSur veriS birt. SkáldiS varS 65 ára á þessu ári, en ekki verSur séS, aS sá maS- ur sé liálfsjötugur, sem yrkir þau IjóS, sem í nýju bókinni eru. Er skáldinu jafn- létt tungutak og áSur, lijartaS heitt sem fyrr og liugurinn vökulli en nokkru sinni um allt þaS, er þjóS skáldsins varSar mestu máli. Þá er og ljóSabók komin frá hendi GuS- mundar skálds BöSvarssonar. Bókin heit- ir Minn guS og þinn, og i henni eru tutl- ugu og sjö kvæSi. Er eins um GuSmund og DaviS, aS margt hnossgæti ljóSvina er aS finna í hók lians. Þessa dagana er aS koma ljóSabólc frá Jóni úr Vör, og má þar góSs vænta, þvi aS Jón er mjög vandvirkur og hagvirk- ur og skáld gotl og alþýölegt, þótt ekki fari hann gamlar brautir ríms og stnSla. Loks er aS koma safn kvæSa Snorra Hjartarsonar, liins mikla fagurkera. í því eru engin ný kvæSi, en breytt mun bann hafa sunnun hinum áSur kveSnu ljóS- um sínum. NýjabragS er af formi Snorra, en þó hefur liann í lieiSri forna ljóSerfS um notkun stuSIa og höfuSstafa. TiIvaliS er ungmennafélögum aS halda ljóSakvöld í vetur, lesa upp úr þessum fjórum bókum og ræSa um skáldin og ljóSaform þeirra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.