Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 5
SKINFAXI 101 £tarfofrœÍAla €ftir Stefdn Ótaf Jd, onáóon: r - r I SKOLUM 0G UNGMENNAFELOGIN Breyttir atvinnuhættir. Frá upphafi íslandsbyggðar og alll fram til síðustu aldamóta liafa atvinnu- liættir íslndinga vei-ið liarla iíkir. IJað er fyrst eftir aldamótin siðustu, að stór- felldar hreytingar hefjast í atvinnuhátt- um og ekki aðeins þeim, heldur og í öllu þjóðlífinu. Þessum breytingum hefur þjóðin reynt að mæta, með því að reyna að aðhæfa sig kröfum tímans. Heimilið, sem áður annaðist uppeldið og lagði grundvöllinn að allri menntun lands- manna, hæði bóklegri og verklegri, er ekki lengur sá meginmeiður sem áður var. Þá var það að auki aðalvettvangur atvinnu- lífsins. Þegar þessi undirstaða er hrost- in, er ekki nema eðlilegt, að nokkurn tíma taki að leggja aðra og nýja, svo trausta sem hún þarf að vera. Og nú eru það skól- arnir, sem ætlað er að taka þetta verk að sér. Þeir eiga að fræða börnin og ungling- ana og auk þsss annast uppeldið að nokkru leyti. Margt liefur verið gert til þess að gera skólana þess umkomna að leysa þetla lilutverk vel af liendi. Skólar og fræðslulöggjöf. Skólaskylda liefur verið lögleidd og nær til 14—15 ára aldurs. Ýtarleg fræðslu- lög og að möi'gu leyti ágæt liafa verið sett, mörg góð og vönduð skólahús reist og kennaramenntun bætt. Þó er tilfinnan- legur skortur núna á lærðum kennurum, sem sennilega stafar fyrst og fremst af lélegum launakjörum. Úr því verður að bæta, eigi skólarnir að leysa þau verkefni vel af hendi, sem þeim eru á herðar lögð. Fræðslulöggjöfin, sem við búum við, er frá 1946 og því ekki orðin tveggja áraluga gömul, en liún er að ýmissa dórni úrelt og þarfnast breytinga. Menn telja lil dæmis, að skólinn sé ekki nægilega tengdur at- vinnulífinu i landinu. Þá bóklegu fræðslu, sem skipað hefur öndvegi í skólunum, sé ekki nægjanlegt að veita, heldur verði að auka við verklega fræðslu. Þessa verklegu fræðslu ó fyrst og fremst að tengja meg- inatvinnuvegum þjóðarinnar og algeng- ustu þjónustustörfum. Skólinn verður ætíð að laga sig eftir þörfum þjóðfélagsins, liann má aldrei verða neitt æxli á þjóðfélaginu, sem það verði að burðast með. Skólinn er einn af meginlífþráðum þjóðfélagsins, og hann verður að vera traustur. Honurn er í sí- auknum mæli lagt það ó liei'ðar að móta einstaklinginn og búa hann undir lífs- starfið. Smáþjóð er hver einstaklingur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.