Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 23
SKINFAXI \ FORNUM SLOÐUM Þar sem lækurinn niðar og lyngið grær og laufvangann strýkur morgunblær, svo yndistöfrum á engið slær og álfaborgir á hjöllum, />ar nam mín sál vorsins söngvamál við sólris á norðurf jöllum. Því leita ég enn á Ijúfa slóð um tjósar og fagrar nætur og hlýði á straumsins léttu Ijóð, lofgjörð við blóma fætur. Þótt grói iifir spor, hið gullna vor geymist við hjartarætur. HAUST Sumarið Ijúfa léttum skrefum þokar; — lokið er samfylgd blíðra sólskinsdaga. Blómið á engi bikar sínum lokar, brosir ei lengur fífillinn í haga. Lög eru sett um Ijósa og myrka daga, — blaði er flett — og byrjuð önnur saga. Laufvindar hlýir, létt er ykkar göngu, lóurnar mínar flognar yfir sjóinn, blöðin á greinum bliknuð fyrir löngu, bráðum er lindin horfin undir snjóinn. 1 hamrinum á kvöldin hulduraddir tala ... Vermist þjóð við eldinn, sem vakir inn til dala. B j ö r g á A s ó I f s s k á I a.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.