Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 19
SKINFAXI
115
Pétur klóraði sér í skeggrótinni og beit
síðan í einn fingurgóminn á sér. Loks
sagði Manga:
„ÞaS verSur nú stund og tími þangaS
til þau drattast á fætur, hann Birgir og
hún Petranna."
„HvaS áttu við?“ spurði Pétur argur.
„Reyndu að böggla því út úr þér, tuðran
þín!“
„Það er nú aðfall, sérðu. Ivannski við
gætum ýtt honum svolítið til, og svo gæt-
um við prófað að hnýta upp i skepnuna
og að draga tiana örlítinn spöl norður á
bóginn.“
Þau klæddu sig i liasli og hlupu ofan
að sjó. Hér reið á miklu, og þau bökuðu
hvalinn af alefli og spvrntu í frosinn sand-
inn, svo að þau blánuðu í framan:
„Samtaka nú!“ æpti Pétur.
En að skepnan þokaðist um þumlung —
nei, ónei.
„Láttu nú sjá það sé mergur í þér, Mar-
grét,“ sagði Pétur og beit á jaxlinn. „Það
dýrasta er í hausnum á honum, kelli mín,
og hausinn er allur á Birgis landi.“
En öll þeirra áreynsla varð til einskis,
og Pétur sagði háðskur:
„Hugsa sér — standa og baka lieilan
lival! Mikill fádæma fáráður getur ])ú
verið, konupísl!“
„A, sá er góður!“ svaraði konan og
benti á hann, „varstu ekki sjálfur að
baka hann?“
Þau fóru heim og sellust við gluggann.
„Verst er,“ sagði Pétur, “að það er engin
leið að fela liann fyrir honum Birgi.“
„Nei,“ sagði húsfreyjan, „að minnsta
kosti ekki fyrir henni Petrönnu. Bara
þetta hefði verið agnarvitund minni hval-
tegund.“
„Minni tegnnd, asninn þinn! Nei, eina
vonin er, að hann fari á flot á háflæðinni.
Ef þú nennir að líta á veðrið, muntu sjá,
að hann er að komast í suðvestrið, og þá
er ekki fráleitt, að hvalurinn þolcist norð-
ur fyrir mörkin, en það er langt lil flæð-
ar, og þau sjá hvalinn, Mýrarhyskið,
löngu fyrir flóð.“
„Minnsta kosti önnur eins fíknar- og
forvitnisflenna og hún Pétranna, sem
alltaf liggur í gluggunum ...“ Margrét
kafaði djúpl í sína vitsmunahylji, gretti
sig af áreynslu, en þaut loks upp og sagði
tiýrbrosandi: „Nú veit ég það, Pési minn.
Við lokkum þau burt, áður en þau liafa
komið auga á blessaðan jólahvalinn. En
ef kviknað væri nú í fabrikkunni liérna
úti á Stóreyrinni, þá mundu þau stökkva
af stað, áður en þau sæju hvalinn okkar.“
Nú varð Pétur smeykur.
„Ertu gengin af vilinu, konugarmur!“
sagði hann grinnndarlega. „Ætlarðu að
kveikja i fabrikkunni eða hvað?“
„Ekki kveikja i henni, en kalla, að það
sé kviknað í henni.“
„Mja, það er það. Joú, það mundi ekki
svo galið. Hann Birgir og hún Pétranna
mundu vilja vinna til að hlaupa góðan
spöl, ef þau ættu þess kost að sjá eignir
náungans hrenna. Það er bara, hvort það
dugir.“
„En eitlhvað verðum við að gera til að
komast hjá að þau fái tiálfan hvalinn,“
sagði Margrét og henni lá við gráti.“ Ekki
getum við látið okkur nægja að silja liér
eins og keytukönnur og láta reka á reið-
anum.“
„Nú, farðu þá, — hlauptu þá yfir að
Mýri og kallaðu lil þeirra bakdyra meg-