Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 33
SKINFAXI 129 LÍFIÐ Á LEIKSVIÐI £ftir unnaróion Engill horfðu heim. Sjónleikur í 5 myndum eftir Ketti Frings. Saminn eftir samnefndri skáldsögu eftir Thomas Wolfe. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. — Þýðandi Jónas Kristjánsson. Leiktjöld: Gunnar Bjarnason. Óliætt er aS fullyrða, að ÞjóðleikliúsiS hafi farið vel af stað að þessu sinni. Leikritið „Eng- ill, horfðu heim“ er i röð hinna beztu, sem ltér hafa verið sýnd. Þýðingin er vönduð, leikstjórn- in sömuleiðis. Leikmeðferð öll ágæt og leik- tjöld hugmyndarík og eðlileg i senn. í stuttu máli sagt: ágæt sýning. Efni leiksins, sem gerist í Bandaríkjunum, er þetta: Oliver Gant, steinliöggvari (llóbert Arn- finnsson) hefur misst fyrri konu sína eftir stutta sambúð, og með hinni seinni hefur liann búið í 30 ár og átt með henni átta börn, og koma fjögur þeirra við sögu leiksins. Síðari konan er undarlega samansett, en mest ber á eigingirni, ágirnd, drottnunargirni og frekju i fari hennar. Þessir eiginleikar eru ekki beinlínis líklegir til að skapa aðlaðandi heimili, enda hefur steinhöggvarinn liallað sér að flösk- unni á stundum, en börnin eru öll óhamingju- söm, hvert á sinn hátt. Við sjáum, hvernig þessi stórgallaða kona leggur ævi sinna nánustu i rústir að meira eða minna leyti, en yngsti son- urinn Evgen Gant (Gunnar Eyjólfsson) á sér þó sæmilega framtíðarvon að leikslokum. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Elisu Gant og skapar að þessu sinni persónu ólika þeim, sem hún hefur áður sýnt okkur á leiksviði. Frú Gant býr ekki yfir neinum virðuleika. Fólk lætur að orðum hennar til þess að fá að vera í friði, en ekki vegna þess, að það langi til að gera að vilja hennar. Tilfinningalif frúar- innar er frá liöfundarins hendi of frumstætt og auðráðið til þess að unnt sé að gera úr henni virkilega minnisstæða persónu. Hún verður eng'- um sérstaklega minnisstæð nema cf einhver væri, sem ekki þekkti neina illgjarna konu i heimi raunveruleikans. Róbert Arnfinnsson er, eins og öllum leik- húsgestum er kunnugt — góður leikari. Þó held ég, að hann nái aldrei eins meistaralegum tök- um á hlutverkum og þegar Bakkus er með í för- inni. Túlkun hans á ölvuðum mönnum er stór- snilldarleg. En Gant gamli er gáfaður og mikil- hæfur maður, sem notar áfengið til þess að hreinsa úr sálinni mesta sviða þeirra óláns- áhrifa, sem eru heimilisböl hans. Jón Sigurbjörnsson túlkar berklavcika son- inn, Benjamín, af mikilli nærfærni og karl- mennsku, og Katla Ólafsdóttir fer laglega með Htið hlutverk ástmeyjar hans. Þó mætti liún sýna meiri geðbrigði við banabeð unnusta síns, ekki sízt þegar frú Gant tekur rúm liennar, en þar nær tillitsleysi og frekja maddömunnar há- marki sínu. Gunnar Eyjólfsson hefur ekki áður, svo ég viti, leikið gáfaðan og viðkvæinan ungling, sem er i þann veginn að verða maður og sprengja af sér þrælkunarböndin. Gunnar gerir þennan ungling sérstaklega minnisstæðan. Hann er eina framtíðarvonin í þessari fjölskyldu, bæði sök- um hæfileika og mannkosta. Hann hefur erft góðmennsku föður sins en er harðari af sér um leið, þótt viðkvæmnin sé jafnan á næstu grösum lijá lionum. Bartonhjónin, dóttir Ganthjónanna (Herdis Þorvaldsdóttir) og maður hennar (Bessi Bjarna- son), reiða ekki vitið i þverpokum, en laglega skila leikararnir fremur litlum hlutverkum. Ekki er ástæða til að geta allra leigjenda frú Gant, en með lilutverk þeirra fara gamalkunnir leikarar, að einum undanskildum. Það er Jóhanna Norðfjörð, sem leikur Láru James, stúlkuna, sem leysir Evgen úr læðingi og hvcrfur, þegar hún hefur drepið hann úr dróma. Jólianna er mynd- arleg stúlka að sjá, og leikur liennar var áferð- arfallegur, en hlutverkið of lítið til þess að hægt sé að segja um, livers megi vænta af Jó- hönnu i framtiðinni. Engill, horfðu heim er fyrst og fremst mann- legt leikrit. Það er ckki sérstaklega djúpt, en aftur á móti injög raunsætt og eðlilegt. Höfund- urinn virðist liafa skilið betur sólfræði hvers- dagslífsins, en dramatísk átök. En daglega lífið er flestum hugstætt. Ólafur Gunnarsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.