Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.1960, Blaðsíða 20
116 SKINFAXI in, að kviknað sé í fabrikkunni. Svo passa ég hvalinn á meðan.“ Hún af stað. Það loftaði laglega undir skutinn á lienni suður varpann. .. . Tveim tímum síðar kom Margrét aft- ur, móð og másandi. „Ég hljóp strax áleiðis út eftir, þegar ég var búin að gera þeim aðvart. Svo lét ég þau ná mér. Ég skal segja þér það, að þau drógu ekki af sér. Eftir stundarkorn lét ég mig velta, og ég hágrét, þegar ég sagði þeim, að ég hefði undizt í öklaliðn- um og yrði því miður að snúa við.“ „Ertu viss um, að þau sáu hann ekki?“ spurði Pétur hvass í máli. „Handviss!“ En hamingjan var ekki þeim hjónum hliðholl. Það varð ekkert úr útsynnings- upprættinum. Aftur á móti fór að kula á norðan, og frostið jókst. Hvalurinn varð samfrosta við grynninguna, og víst var um það, að um hádegisleytið, þegar þau komu, Birgir og Petranna, sat iiann svo blýfastur, að ekkert afl hefði getað hreyft hann, enda ekki skýskafa á lofti og leit ekki út fyrir annað en langvarandi frost- bitru. Uppi á hvalskepnunni löbbuðu þau fram og aftur, Naustahjónin. Pétur hafði haft rænu á því að reka hrífuskaft með Iivíta veifu á endanum ofan í haus- inn á ferlikinu. „Hæ!“ kallaði Pétur og var heldur bet- ur undrandi í máli. „Það lítur helzt út fyrir, að hval hafi borið á fjörur mínar.“ „Um,“ lét í Birgi, sem tók að spígspora fram og aftur um sandinn. „Ég get ekki lætur séð en liann hafi komið á mína reka- fjöru. Þar er hausinn, og hvorl sem þú trúir því eða ekki, þá synda hvalir með höfuðið á undan sporðinum,“ „Það sást ekki einu sinni rjúka úr fabrikkunni!“ kallaði Petranna og leit Iieldur en ekki óhýrum augum til Mar- grétar. „Nú, því get ég eklci að gert,“ hvein í Naustakonunni ofan af hvalbakinu. „Mér var sagt þetta, og þá gerði ég skyldu mína og gerði ykkur aðvart. Hjá okkur er vani að gera fólki greiða, og ég held maður megi þá vera feginn því, að fréttin reynd- ist lygi.“ „Annars,“ sagði Pétur og horfði af hvalnum niður á nábúa sinn,“ annars er það ekki annað en það, sem allir vita, að markasteinninn stendur 20 metrum norð- ar en bann á að standa eftir gömlu lagi.‘ „Já, reyndu að halda þessu fram,“ svar- aði Birgir. ,,Ég hef glögg og greinileg skjöl upp á landamerkin, kall minn .. . Og nú ætla ég að biðja ykkur að víkja ykkur til hliðar, því að nú ætla ég að bera mig að fika mig upp og líta á minn part af skepnunni.“ Pétur snarbeygði sig og dró upp stig- ann, en Birgir eyddi engum orðum við hann, en sótti stiga heim til sín. Þeir voru svo að jagast meira og minna fram und- ir kvöld, en þá voru þeir orðnir þreyttir á að leita lagakróka og sýndarraka og komu sér saman um að skipta hvalnum á milli sin til helminga. Pétur flutti veifuna sina aftur undir sporð, og Petranna sótti gul- an klút, sem Birgir festi á prik. Því stakk hann ofan í holuna, sem merkisstöng Pét- urs hafði staðið i. „Já, gul veifa, he, he, he!“ livein í Möngu, „það á vel við. Það er svo eitur í ykkar parti, eitur og öfund.“ Petranna svaraði ekki, en skar myndar- legan kjötbita af hvalnum og fór með

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.