Skinfaxi - 01.06.1966, Page 21
Fréttir frá
Glímusambandi fslancfls
Glímulög:
Uppkast til glímulaga, sem Glímu-
laganefnd Í.S.Í. (skipuð 24. maí 1963)
lagði fram á ársþingi Glímusambands
íslands hinn 24. okt. 1965, var sam-
Þykkt með lítilsháttar breytingum á
stjórnarfundi G.L.Í. hinn 30. desember
1965. Þau tóku gildi 1. jan. 1966, og
gilda til ársloka 1967.
Reglugerð um búnað glímumanna
A stjórnarfundi Glímusambands 7.
nóv. 1965 var skipuð þriggja manna
nefnd til að gera athugun á glímu-
búnaði glímumanna í glímu á opin-
berum mótum og semja reglugerð um
hann. Nefndina skipuðu þessir menn:
Gísli Guðmundsson, formaður, Þor-
steinn Kristjánsson, Rögnvaldur R.
Gunnlaugsson.
Nefndin skilaði áliti sínu og tillög-
um 15. desember s. 1. til stjórnar
Glímusambandsins, sem tók tillögur
nefndarinnar til ýtarlegar athugunar
og staðfesti þær síðan á fundi sínum
30. desember s. 1.
Kennsludagur fyrir glímukennara
21. nóvember s. 1. var haldinn kennslu-
dagur fyrir glímukennara í íþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindar-
götu 7. Kennarar voru þeir Þorsteinn
Einarsson, íþróttafulltrúi, sem var yf-
irkennari og skipuleggjari kennslu-
dagsins, Guðmundur Ágústsson og
Þorsteinn Kristjánsson.
Frá setningu F'iórðungsglímumóts Sunnlendingafjórð-
ungs. Keppendur, talið frá vinstri: Sigurður Geirdal,
Ríkharður Jónsson, Gestur Kristinsson, Ivar Jónsson,
Ríkharður Jónsson, Gestur Kristinsson, Ivar Jónsson
og Ármann Lárusson. Glímust|órinn, Ingvi Guð-
mundsson og form. UMSK, Úlfar Ármannson.
Þátttaka var góð. Skipulag og
kennslufyrirkomulag við kennsludag-
inn var með miklum ágætum og var
bæði ánægjulegt og lærdómsríkt að
njóta kennslunnar.
Glímudómaranámskeið
26. febrúar efndi G.L.l. til glímudóm-
aranámskeiðs. Nefnd starfaði til und-
irbúnings þess, en hún var skipuð af
framkvæmdastjóra I.S.Í. 4. marz 1964.
I henni áttu sæti: Hörður Gunnarsson,
formaður, Rögnvaldur R. Gunnlaugs-
son, Þorsteinn Kristjánsson.
Aðalkennari námskeiðsins var Þor-
steinn Einarsson, íþróttafulltrúi, en
SKINFAXI
21