Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1966, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.06.1966, Qupperneq 23
LEIKIR OG SKEMMTAN Að þessu sinni kynnum viS nokkra samkvœmisleiki, sem vel henta til notkunar á skemmtisamkomum þar sem allmargt fólk er samankomið. Þetta eru aðallega flokkaleikir, þ. e. þátttakendur skipta liði, sem síðan keppa í einskonar „boðhlaupi”. Sýndu mér lit þinn! Tveir sjálfboðaliðar (helzt karlmaður °g kvennmaður) taka sér stöðu á miðju gólfi og standa hvorir andspæn- is öðrum. Áður hefur verið fest á bak þeirra litað pappírsspjald, gjarnan til- sniðið sem hjarta, ferhyrningur eða hringur, og vita þátttakendurnir tveir auðvitað ekkert um litinn á baki hvors annars, þegar þeir mætast. Leikstjóri gefur síðan merki um að leikurinn skuli hefjast, og byrja þá þátttakend- urnir tveir að reyna að komasta að því hvaða lit eða lögun spjaldið á baki hvors annars hafi. Hvort fyrir sig reynir auðvitað að hindra það, að hinn aðilinn komist að leyndarmálinu, en reynir jafnframt að komast í þá að- stöðu að hjá hvaða lit eða lögun spjald- ið á baki hins hefur. Af þessu myndast hinn hlægilegasti villimannadans þátttakendanna, sem vekur áhorfend- um ekki minni kátínu en þátttakend- um sjálfum. Sá sem fyrr er að komast að leyndarmáli hins, hefur rétt til að ganga aftur í hringinn og tilnefna sér mótherja, eða þá að útnefna næstu keppendur. Skeiðakeðja Það verður ekki mikið um mannamál í þessum leik, því að allir eru með munninn fullan. Þátttakendum er skipt í tvö lið, sem sitja hvort and- spænis öðru. Liðin verða að vera jafn- fjölmenn. Allir hafa teskeið (eða mat- skeið) í munninum og bíta utan um skaftið. Rétt áður en merki er gefið um SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.