Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1967, Page 5

Skinfaxi - 01.04.1967, Page 5
Guðbrandur á yngri árum Skóli fullveidis- baráttunnar Rœtt vi8 Guðbrand Magnússon, óttrœðan ungmennafélaga — Ungmennafélagshreyfingin og stefnumál hennar urðu kjölfestan í lífi mínu. Þessi hugsjónaeldur líf- tryggði mann í æsku. Á þessa leið mælir Guðbrandur Magnússon áttræður, og enginn skyldi efast um að líftrygging hans sé traust í bezta skilningi. Þessi frumherji ung- mennafélagshreyfingarinnar er enn í dag ungur í anda, kvikur á fæti og hress í orðræðum líkt og forðum, þeg- ar hann var í eldlínunni í félagsmál- um og stjórnmálum, alltaf hinn sí- starfandi, glöggi og framsýni skipu- leggjandi. Guðbrandur fæddist 15. febrúar 1887 að Hömrum í Austur-Skaftafells- sýslu en ólst upp á Seyðisfirði og nam þar prentiðn. Starfa Guðbrandar í félags-, menn- ingar- og stjórnmálum sér víða staði. Það tré, sem hann gróðursetti og hlúði að síðan er orðið stórt og viðamikið, og ein greinin á þessum meiði er Skin- faxi, sem nú heimsótti þennan frum- kvöðul sinn og lagði fyrir hann nokkr- ar spurningar um starf ungmennafé- laganna í árdaga hreyfingarinnar og um álit hans á samtökunum í dag. Ný félagshreyfing — Hvernig komst þú í kynni við ungmennafélögin, Guðbrandur? — Eg kom til Akureyrar 18 ára gamall árið 1905 að loknu prentnámi, og það var þá, að mitt skyr fékk sinn geril. Ég lenti strax í félagsskap þeirra ungu manna, sem þá hugðu á stofnun nýrra félagssamtaka. Þar voru þeir Þórhallur Bjarnason og Jóhannes Jósepsson í fararbroddi. Um áramót- in stofnuðum við svo Ungmennafélag Akureyrar, sem var fyrsta ungmenna- félagið. í marzmánuði 1906 kom ég svo til Reykjavíkur, haldinn þeim fasta ásetningi að stofna hér ungmennafé- lag. Ég leitaði fulltingis og félagsskap- ar ungs fólks, og áhuginn var nógur. Einn sá fyrsti, sem ég leitaði til, var Tryggvi Þórhallsson, sem þá var korn- SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.