Skinfaxi - 01.02.1972, Qupperneq 3
SKINFAXI
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXIII. árgangur — 1. hefti 1972 — Ritstjó:i Eysteinn
Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju.
Starfsmenn ungmennafélaganna
Á undanförnum árum hefur það færst mjög
í vöxt að Héraðssamböndin hafa ráðið sér
launaða starfskrafta í lengri eða skemmri tíma
ársins, og sum hafa r.áð því takmarki að hafa
launaðan mann í framkvæmdastjórastöðu allt
árið, og gegnir hann þá fullu starfi yfir sumar-
tímann en að hluta yfir veturinn, en starfið
slitnar þó aldrei í sundur [ þessum tilvikum.
Nú f sumar munu að öllum líkindum verða
starfandi 8 framkvæmdastjórar hjá Héraðssam-
böndunum og aðildarfélögum UMFÍ, og þar af
eru fjórir f samfelldu starfi allt árið. Störf
Héraðssambandanna og þær kröfur sem til
þeirra eru gerðar f dag hlaut að kalla á eitt-
hvert slíkt fyrirkomulag. Reynslan af þessum
launuðu starfsmönnum hefur allsstaðar orðið
jákvæð, þó að sumsstaðar hafi verið við
nokkra byrjunaröiðugleika að stríða. Þannig
hefur það t. d. komið f Ijós að ekki hefur
reynzt vel að hafa framkfæmdastjórana jafn-
framt aðalþjálfara viðkomandi sambands.
Skrifstofa UMFÍ, einstöku félagar og stjórnir,
hafa glöggt fundið hversu samböndin eru
meira megnug og starfshæfari með starfsmann
en án hans, auk þess að slíkur starfsmaður á
ekki að verða fjárhagslegur baggi ef vel er á
málunum haldið. Þetta þýðir þó ekki á nokkurn
hátt minnkandi sjálfboðastarf eins og einhver
kynni að óttast, þvert á móti hefur reynslan
orðið sú að starfsmaðurinn hefur getað skipu-
lagt sjálfboðastarfið betur en áður og fengið
fleiri til starfa.
Fornáðamenn UMFÍ hafa þvf hiklaust hvatt
Héraðssamböndin til þess að ráða sér starfs-
menn og láta einskis ófreistað til þess að fá
sem hæfasta félagsmálamenn til þessara
starfa. Skrifstofa UMFÍ hefur veitt alla aðsioð
sem í hennar valdi stendur við að útvega nienn
og einnig kynnt þeim sem ráðnir hafa verið,
verk þeirra sem hafa starfað á undanförnum
árum á vegum Héraðssambandanna.
Ég vil að lokum óska eftir ^óðu samstarfi
við alla framkvæmdastjóra ungmennafélag-
anna á komandi sumri, og bjóða nýja starfs-
menn velkomna til starfa, og hvet þá til þess
að hafa samband við skrifstofu UMFÍ hvenær
sem þeir þurfa á því að halda. Störf fram-
kvæmdastjóra héraðssambandanna hafa stór-
kostlega aukið styrk Ungmennafélagshreyf-
ingarinnar í landinu á undanförnum árum, og
það er gleggsta sönnunin fyrir því að við erum
að gera rétt með ráðningu þessara starfs-
manna.
Sigurður Geirdal.
SKINFAXI
3