Skinfaxi - 01.02.1972, Qupperneq 6
snemma frá Bálbro skóla niður á járn-
brautarstöð, þá kom í Ijós að farangurinn
hafði vaxið stórum á leiðinni og mun
hópurinn hafa haft meðferðis um það
bil 300 töskur og pinkla, það var því
ekkert smáverk að færa þennan hóp á
milli staða. Fyrst frá skólanum að jám-
brautarstöðinni, þá um borð í lestina,
þar sem við fylltum alla ganga af far-
angri, síðan varð að hlaupa með allt dót-
ið úr lestinni og í ferju úr ferjunni og í
lest aftur. Þegar komið var til Kaup-
mannahafnar þurfti svo að koma dótinu
í strætisvagna sem óku því út á Kastrup-
fluvöll og þar fór svo að lokum að far-
kostur okkar Carwella þotan hafði sig
ekki á loft með allan farangurinn og varð
að skilja hluta af honum eftir í Kaup-
mannahöfn. En svona gengur þetta nú
oft hjá okkur Islendingum á erlendri
grundu, menn fyllast ómótstæðilegri inn-
kaupalöngum og afleiðingin verður þessi
ósköp af pökkum og pinklum.
Það voru því þreyttir en ánægðir ferða-
langar sem lentu á Keflavíkurflugvelli
aðfaranótt 29. júlí. Ánægulegri en erfiðri
ferð var lokið, og þótt ferðalagið tæki
aðeins viku var margs að minnast, frábær
frammistaða liðsins í íþróttakeppnunum
varpaði líka ljóma á ferðina, margvísleg
kynni og vinátta hafði skapast, merkur
áfangi í starfi okkar var að baki.
ÚRSLITIN:
Úrslit í íþróttakeppninni urðu sem hér
segir:
KONUR:
Kringlukast:
1. Ase Jensen .................... 34.39
2. Guðrún Ingólfsdóttir .......... 29.24
3. Halldóra Ingólfsdóttir ........ 27.35
Langstökk:
1. Lis Lena Nilsen ............... 5.31
2. Þuríður Jónsdóttir ............ 5.18
3. Hafdis Ingimarsdóttir.......... 5.13
4. Björk Ingimundardóttir......... 5.03
5. Kristin Björnsdóttir........... 4.89
100 m. hlaup:
1. Lis Lund Hansen................ 12.8
2. Björk Ingimundardóttir ........ 13.1
3. Þuríður Jónsdóttir ............ 13.2
4. Jette Brorsen ................. 13.2
5. Edda Lúðvíksdóttir............. 13.3
Spjótkast:
1. Marianne Knudsen ............. 38.80
2. Arndís Björnsdóttir .......... 34.71
3. Ase Jensen ................... 32.53
4. Sif Haraldsdóttir ............ 32.06
Jón Sigurðsson í fararbroddi í 5000 m. hlaup-
inu í ÓSinsvéum. Einar Óskarsson er hér þriðji
í röðinni (nr. 7).
6
SKINFAXI