Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1972, Side 12

Skinfaxi - 01.02.1972, Side 12
Ályktanir sambandsþings UMFÍ um ÍÞRÓTTAMÁL 27. sambandsþing UMFI haldið að Húnavöllum dagana 30.—31. okt. 1971 hvetur ungmennafélög um land allt til að auka verulega íþróttaiðkanir almennings jafnframt því sem lögð sé stund á keppn- isíþróttir. Þingið bendir á eftirtaldar leiðir til þess að ná þessu markmiði: a) Með rækilegri kynningu meðal al- mennings á hinni brýnu þörf, sem hverjum einstaklingi sé að stunda lík- amsrækt. b) Með því að beita sér fyrir iðkun fim- leika, sunds, knattleikja og fleiri íþróttagreina fyrir karla og konur, er ekki leggja stund á keppnisíþróttir. c) Með þvi að auka iþrótta- og félagsleg samskipti innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Nái samskiptin jafnt til sumar- sem vetrariþróttagreina og yngri sem eldri þátttakenda. d) Með því að leggja stund á þjóðlegar íþróttir svo sem glímu og þjóðdansa og leitast við að koma á námskeiðum i þeim greinum i félögum og skólum. e) Með þvi að halda áfram skipulegri þjálfun afreksfólks í keppnisgreinum og glæsilegri þátttöku i hinum fjöl- mörgu íþróttamóum, sem háð eru í landinu. 27. sambandsþing UMFÍ felur stjórn UMFÍ að vinna að utanför sundfólks og annarra íþróttahópa á sama grundvelli og utanför frjálsíþróttafólks á liðnu ári og reyni að koma því á á næsta ári. 27. sambandsþing UMFÍ samþykkir að beina því til stjórnar UMFÍ að hún kanni möguleika á þvi að taka upp landsmót eða fjórðungsmót fyrir yngri flokka í- þróttafólks. Ennfremur íþróttamót í vetr- aríþróttum. 27. sambandsþing UMFÍ beinir því til stjórnar samtakanna að unnið verði markvist að því við byggingardeild menntamálaráðuneytisins og aðra for- ráðamenn skólabygginga í landinu að aukið verði rými innan svokallaðra norma varðandi byggingu iþróttamannvirkja við skólana. Þannig yrði léttara fyrir hin frjálsu félagasamtök að fá löglega að- stöðu til æfinga og keppni fyrir félaga sína. Utanför sundfólks ungmennafélaganna er eitt af næstu verkefnum UMFÍ. 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.