Skinfaxi - 01.02.1972, Síða 17
um varð hann ótrúlega gamall. 36 ára
gamall setti hann siðasta brezka met sitt
(10,2 í 100 m.). Þetta hljómar ótrúlega í
eyrum þeirra sem trúað hafa því að há-
marksaldur góðs spretthlaupara væri 28
—29 ára aldur, og lifa í landi þar sem
spretthlauparar eru yfirleitt hættir
keppni 22-—23 ára gamlir.
McDonald Bailey æfði þrisvar í viku
með lyftingatækjum að vetrinum og þeim
æfingafjölda reyndi hann að halda fram
á fyrri hluta sumars. Annars æfði hann
5 sinnum í viku og uppbyggingartimabil-
inu (yfir veturinn), daglega á sérþjálfun-
artímabilinu (um vorið) og alla daga,
nema daginn fyrir kepi^ni, á sjálfu keppn-
istímabilinu.
Á þessum j>rem vikulegu, erfiðu æfing-
um æfði hann, auk lyftingaæfinga, ýms-
ar aðrar mótstöðuæfingar og erfiðar leik-
fimiæfingar, og var tilgangur þeirra æf-
inga að auka krafta hans og vöðvaþol.
Á hinum æfingum vikunnar einbeitti
hann sér að hlaupatækni sinni sem var
sérstaklega góð, með jwí að æfa stórt
beygjuhlaup og/eða spretti alls konar á
beinni braut.
I viðtölum og sem kennari og þjálfari
tók hann jiað ætíð skýrt fram, að enda
þótt hann teldi sig hafa haft mjög gott
McDonald Bailey í keppni við Hauk Clausen á
Melavellinum í Reykjavik 1948.
af æfingum sínum með lyftingatækjum,
]iá hefði hann aldrei látið þær koma í
stað hlaupaæfinganna, enda væri slíkt
alrangt. Til jiess að sem beztur árangur
fengist yrði að tvinna lyftingaæfingamar
inn í hina venjulegu og sérhæfðu æfingar
spretthlauparans. Þetta má heimfæra
upp á allar íþróttagreinar.
Tíðni æfinganna
Ef verið er að æfa einhverja aðra-
íjiróttagrein en lyftingar, jiá er talið að
beztum árangri verði náð með j)ví að
æfa annan hvern æfingatíma (annan
hvern dag) með lyftingatækjunum á upp-
byggingartímabilinu. Hinir æfingatím-
arnir verði notaðir fyrir tækni- og út-
haldsæfingar.
Sérhver lyftingatími hefst j)ó eins og
aðrir æfingatímar með upphitun, skokki
og léttum leikfimiæfingum, auk einnar
til tveggja erfiðari æfinga (t. d. isome-
triskra æfinga).
SKINFAXI
17