Skinfaxi - 01.02.1972, Page 19
Framkvæmd skal í upphafi aðeins ein
lota af hverri æfingu með þeirri tölu end-
urtekninga sem upp er gefin. Að lotunni
lokinni ætti íþróttamanninum að finnast
sem hann myndi geta framkvæmt 3—4
endurtekningar í viðbót ef þörf krefði.
Þegar svo tekzt, eru líkur á að þyngdin
sem með er unnið, sé hin rétta.
Það er gott að hafa það hugfast, að í
upphafi, meðan hætta getur verið á því
að æfingarnar séu ekki framkvæmdar al-
veg gallalaust, er nauðsynlegt að hafa
þyngdimar léttar.
Að liðnum tveimur æfingavikum er
bætt við annarri lotu við hverja einstaka
æfingu. Er nú unnið þannig, að í 1. lotu
eru léttu þyngdirnar úr fyrstu tveimur
vikunum enn notaðar, en í 2. lotu er unn-
ið með nokkuð meiri þvngd. Ef þyngd-
irnar í 1. lotu eru sem næst 60%, þá yrðu
þyngdir 2. lotu um 70% í byrjun.
Eftir fjórar vikur með tveimur lotum
skal jovngdin í 2. lotu aukin upp í 80% af
mestu getu, en 1. lota er enn óbrevtt með
60%.
Eftir jíriggja mánaða æfingu er svo
j)riðju lotunni bætt við og jryngdir í henni
hafðar um 85%.
(Framhald síðar).
Athugið jafnframt vel greinina „Æf-
ingar með þvngdum“ í 3. hefti Skinfaxa
1971.
A
Auka þarf
skipulagningu
landgræðslustarfa
27. sambandsþing UMFÍ haldið að
Húnavölum dagana 30.—31. okt. 1971
þakkar stóraukið landgræðslustarf á veg-
um ungmennafélaganna og hvetur til enn
öflugra starfs á þeim vettvangi. Þá beinir
þingið því til allra sambandsaðila UMFÍ
að skipuleggja starfið vel hver á sinu
svæði og sjá svo um að skrifstofa UMFÍ
fái jafnan skýrslu um þau verkefni sem
fram fara á vegum samtakanna, eða verk-
efni sem ungmennafélagar eru aðilar að.
Þingið mælir eindregið með því, að hér-
aðssamböndin skipi nú þegar hvert og eitt
sinn landgræðslustjóra, eða landgræðslu-
nefnd, sem sjái um og beri ábyrgð á fram-
kvæmd þessara mála á viðkomandi sam-
bandssvæði. Þá felur þingið viðtakandi
sambandsstjórn að gera slikt hið sama,
það er að segja: Sérstökum manni eða
nefnd verði falin ábyrgð og forsjá þessara
mála innan heildarsamtakanna, og falið
að efla þennan þátt og styrkja svo sem
frekast er unnt, og samtökunum sæmir.
Þá vill þingið sem æðsti aðili UMFÍ lýsa
eindregnum stuðningi við baráttuna fyrir
bættu umhverfi mannsins, og varðveizlu
náttúruverðmæta og hvetur æskufólk til
umhugsunar og aðgerða í þeim efnum.
SKINFAXI
19