Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1972, Page 20

Skinfaxi - 01.02.1972, Page 20
II11111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiisiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiitsiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiii iiiiiiiiiiin FRÁ STARFINU Héraðsþing HSH var haldið í félags- heimilinu Röst Hellissandi 6. febrúar, s. 1. Pormaður HSH Jón Pétursson setti þingið og skipaði þá Skúla Albertsson og Jónas Gestsson sem þingforseta, því næst var flutt skýrsla stjórnar og reikningar. Starfið fer vaxandi hjá HSH, og eru íþrótta- og landgræðslumót, mest áber- andi þættirnir, enda er HSH landsþekkt fyrir frjálsiþróttafólk sitt. Magndis Alex- andersdóttir gjaldkeri HSH las upp reikn- inga sambandsins og skýrði þá. Það vek- ur athygli hvað sveitarstjórnir á Snæ- fellsnesi sýna starfi ungmennafélaganna mikinn skilning og áhuga og styrkja þau ásamt sýslusjóði all myndarlega, þannig er nú ákveðið af stjórn og þingi HSH að ráða til sín framkvæmdastjóra næsta sumar, og er það aðeins mögulegt vegna þess að sveitarstjórnirnar munu leggja fram verulegt fé til þeirra hluta, mættu sveitarstjórnir annarstaðar á landinu ýmislegt af Snæfellingum læra í þessum efnum. Á þinginu var tilkynnt um kjör iþrótta- manns ársins innan HSH og varð það að þessu sinni Kristín Bjargmundsdóttir, en hún er ein úr hinum frækna hópi frjáls- íþróttafólks HSH. Af hálfu UMFÍ sóttu þingið þeir Gunn- ar Sveinsson gjaldkeri UMFÍ og Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri, fluttu þeir ávörp og störfuðu með nefndum svo sem venja er hjá fulltrúum UMFÍ á þingum héraðssambandanna. Þingið var vel sótt og í alla staði hið ánægjulegasta, sóknar- hugur var í þingfulltrúum og stjórn HSH hvað varðar æskulýðs- og unglingastörfin og einnig kom fram skemmtilegar og at- hyglisverðar ábendingar i ræðu for- mannsins, en e.t.v. mun Skinfaxi birta úrdrátt úr þeirri ágætu ræðu siðar, og verður þvi ekki farið út í einstök atriði hennar hér. Stjórn HSH var öll endurkjörin, en hana skipa þau: Jón Pétursson, formaður, Magndís Alexandersd., gjaldkeri, Jóhann Lárusson, ritari. Til vara: Skúli Alexandersson, Gestur Tryggvason, Vilhjálmur Pétursson. Kristin Bjarg- mundsdóttir, „íþróttamaður ins" hjá HSH. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.