Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1972, Page 21

Skinfaxi - 01.02.1972, Page 21
50. Héraðsþing HSK var háð dagana 26-27, febrúar s.l. í Árnesi í Gnúpverja- hreppi. Þingið hófst kl. 14.30 með setn- ingaræðu formanns, og kosningu starfs- manna þingsins, þingforsetar voru kjörn- ir Jón Ólafsson og Hermann Guðmunds- son en þingritarar Haraldur Júlíusson og Arnór Karlsson. Allmargir gestir sátu þingið og þar á meðal Hafsteinn Þorvaldsson, Valdimar Óskarsson, Sigurður Geirdal og Jórunn Sigurbjörnsdóttir frá UMFÍ, Gísli Hall- dórsson, Sveinn Björnsson og Sigurður Magnússon frá ÍSÍ, Árni Guðmundsson skólastjóri ÍKÍ, Sigurður Greipsson, Helgi Haraldsson, frá Hrafnkelsstöðum, Stefán Jasonarson og Þórir Þorgeirsson. Alls sátu þingið milli 60 og 70 fulltrúar frá 22. félögum. Formaður, Jóhannes Sigmundss., flutti skýrslu stjórnar og var hún all yfirgrips- mikil enda störf Skarphéðins og félaga innan hans með miklum ágætum og fjöl- breytt í bezta lagi. Eggert Haukdal las upp reikninga sambandsins og skýrði þá. Sambandið hefur átt í nokkrum fjár- hagserfiðleikum enda gífurlegur kostn- aður við að halda uppi svo fjölbreyttri og mikilli starfsemi. Niðurstöður fjárhags- áætlunar sem samþykkt var á þinginu hljóðaði upp á kr. 1.155.000.00. Skarphéðinsþing standa yfir í tvo daga, og var efnt til kvöldvöku á laugardags- kvöldið í umsjá heimamanna Umf. Gnjúpverja, var kvöldvakan hin ágætasta bæði fróðleg og skemmtileg. Eitt aðalmál þingsins var að þessu sinni skipulagsmál sambandsins og voru á þinginu samþykkt ný lög sem fela í sér nokkra breytingar frá fyrri lögum sambandsins, t. d. er stjórnarmönnum fjöigað úr 3 í 5 og kveðið á um að ritari skuli jafnframt vera varaformaður, þá er gert ráð fyrir þóknun til stjórnarinnar samkv. reikningi fyrir störf í þágu Sam- bandsins. Þingið samþykkti einnig sér- stakt erindisbréf til íþróttanefnda HSK, og má hiklaust telja það lofsverða ný- breytni að kveða þannig á um starfssvið einstöku nefnda og mun það efalaust létta mörgum nefndum að skipuleggja störf sin. Margar tillögur voru samþykktar á þinginu um félags- og menningarmál og markið sett hátt hvað áætlanir um fram- tiðarstarfið varðar. Stjórnin var endurkosin, en samkvæmt hinum nýju lögum bættust tveir menn við, stjórn HSK er þannig skipuð nú: Jóhannes Sigmundsson, form., Eggert Haukdal, gjaldkeri, Hjörtur Jóhannsson, ritari, Meðstjórnendur Kristján Gislason, og Sigurður Jónsson. Ungmennasamband Skagafjarðar hélt héraðsþing sitt sunnudaginn 27. febrúar á Sauðárkróki. SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.