Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 23
F erðahappdrætti Svipmynd frá héraðsþingi UMSB. fulltrúum, um að UMSB vandaði vel til alls undirbúnings, að aðstaða öll yrði til reyðu í tæka tið. Ávörp fluttu á þinginu þeir, Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, Gisli Hall- dórsson, forseti ÍSÍ og Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri UMFÍ. Undirritaður telur að 50 þing UMSB hafi verið til sérstakrar fyrirmyndar hvað starfshætti og skipulag snerti, skörulegar en stuttar framsöguræður voru fluttar, mál gengu hratt fyrir sig, menn tóku lag- ið og stökum var laumað til þingforseta, þannig að menn gáfu sér tíma til að brosa ofurlítið þótt málum þingsins væri tekið af alvöru og ábyrgðartilfinningu. Á þingi UMFÍ að Húnavöllum var Kristófer Þorgeirsson sæmdur starfs- merki UMFÍ og afhenti Hafsteinn Þor- valdsson honum merkið á þinginu og greindi í fáum orðum frá störfum Kristó- fers i þágu Ungmennafélagshreyfingar- innar i Borgarfirði. í stjórn UMSB eiga nú sæti eftirtaldir menn: Vilhjálmur Einarsson, formaður, Ófeigur Gestsson, Sigurður R. Guðmundsson, Gisli V. Halldórsson, Jón Guðbjörnsson. Framkvæmdastjóri UMSB er Matthías Ásgeirsson. UMFÍ 1971 Þegar ákveðið hafði verið að efna til utanferðar íþróttafólks að loknu 14. landsmótinu, varð að hefjast handa með öflun farareyris. Vonast var lengi vel eftir ýmsum styrkjum og stuðningi, en þegar ekkert varð úr því og komið fram á síðustu stund var efnt í hinni mestu skyndingu til happdrættis. Ákveðið var að hafa þetta allt eins viðráðanlegt og hægt væri, miðar tiltölulega fáir og ódýr- ir og aðeins lítið sent til sambandsaðila, en treyst á þegnskap þeirra til skjótra viðbragða. Prentaðir voru 4.700 miðar og var verð hvers þeirra kr. 50.— en í verð- laun voru þrjár flugferðir til K.hafnar og heim aftur ásamt 8 daga dvöl á Hóteli. Eysteinn Þorvaldsson hafði yfirumsjón með happdrættinu og vann við það ásamt skrifstofu UMFI. Salan gekk allvel víðast hvar, og eiga sum minni héraðssambönd og ung- mennafélög sérstakar þakkir skildar, þar sem þau áttu sum enga von í, að þeirra íþróttafólk kæmist með í förina en ekkert þeirra lá á liði sínu við að selja sinn skammt af miðum. Árangurinn af þessu happdrætti í heild gerði samtökunum kleift að standa undir margháttuðum kostnaði við ferðina. Er öllum þeim, sem að happdrættinu unnu, hér með færðar jiakkir fvrir þann áhuga er þeir sýndu í verki. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.