Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1973, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1973, Page 3
1 SKINFAXI Tirnarit Ungmennafélags islands — LXIV. árgangur — 2. hefti 1973 — Ritstjórl Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju. Þrastaskógur iandareign Ungmennafélags fegursti áningstaður ferða- fólks suðvestanlands. Stjórn UMFÍ hefur nú 'átig gera nákvæmt hæðarmælingakort af Þessu landsvæði, sem er um 45 hektarar að staerð, og verður kortið notað við gerð heild- arskipulags af Þrastaskógi. Vi3 gerð þeirra mannvirkja, sem þegar hefur verið unnið að í Þrastaskógi hefur þess t^iög vel verið gætt að spilla í engu þeirri einstæðu náttúrufegurð sem þar er, þæði er Varðar landslag og gróðurfar. h'i'astalundur nýi reis á grunni gamla ^Vastalundar, snotur veitingaskáli, teiknaður af nngmennafélaganum Skúla Norðdal arki- tekt. Umhverfi skálans var þegar lagfært og trágengig að byggingaframkvæmdum lokn- Ufn en þarfnast nú endurlagfæringar. Leikvangurinn í miðjum skóginum er hátíð- arrjóður frá gamalli tíð og landsvæðið í kring Var jafnað og þakið i þá stærð sem mögulegt Var án þess að skerða fagurt landslag og aróður. Ahorfendasvæðin við leikvanginn eru byggð af nngmennafélögum, og eru þau beinlínis arnkölluð úr því landslagi sem brekkan upp at svæðinu býður fram. Akstursbraut að leik- Vanginum er hefluð og íborin án jarðrasks, ef,ir gömlu göngubrautinni. Rauði-bruninn fer Vei sem ofaniburður en áhöld eru um það, . Þrastaskógur, ls|ands, er einn hvort leggja eigi fleiri akbrautir um skóginn. Strandlengjan með Álftavatni er um 1 km að lengd, skógivaxnar víkur og vogar, báta- lægi, baðstrendur, silungsveiði, eða að minnsta kosti veiðivon. Gerð gangbrauta, skokk- eða trimmbrauta eru meðal þess, sem óskalistinn geymir varðandi framtiðaraðstöðu í skóginum. í brekkunni ofan við leikvang- inn hafa ungmennafélagar reist minnisvarða um einn af sínum dáðustu leiðtogum, Aðal- stein heitinn Sigmundsson. Hann hóf hér ræktunarstörfin og batt miklar vonir við þenn- an reit og ekki síður við þann félagsskap, sem á þetta land og hét því í öndverðu, og enn í dag að vinna að „ræktun lands og lýðs“. Ræktunarstörfin í Þrastaskógi þarf að taka til algjörrar endurskoðunar, gerð tjaidstæða, og frekari gerð leiksvæða. Landareign kall- ar á umhirðu og vinnu. UMFl býður velkomna til starfa, félaga úr UMSK, sem tekið hafa við rekstri Þrastalundar, ungmennafélaga sem aðra til starfa í vinnuskóla UMFl og UMSK, sem ætlunin er að starfrækja í tilraunaskynl í Þrastaskógi i sumar. Landið bíður vinnufúsra handa æskunnar, hér á hún sjálf sitt óska- land, óspillt og ósnortið að mestu, hér getur hún ræktað, varið og byggt. Heill fylgi störfum æskunnar í Þrastaskógi ( nútíð og framtíð. H. Þ. skinfaxi 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.