Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 16
Guðmundur Þórarinsson:
KASTGREINAR
frjálsra íþrótta
Að þessu sinni langar mig til að fara
nokkrum orðum um þær greinar frjáls-
íþrótta, sem menn geta æft hvað lengst
fram eftir aldri og verið góðir í, en það
eru köstin svonefndu, þ. e. a. s. kúlu-
varp, kringlukast, spjótkast, sleggjukast
og lóðkast.
Við íslendingar eigum gott dæmi um
að menn geta verið lengi á hátindi getu
sinnar í þessum greinum þar sem er
Guðmundur Hermannsson, methafinn
okkar í kúluvarpinu, sem kominn er
langt á 5. tuginn, og enn í fullu fjöri sem
kastari.
Ef lengra er leitað, er til fjöldi manna,
sem hefur verið að kasta við góðan orð-
stír langt fram eftir aldri. Elztu sigur-
vegarar Olympíuleikanna eru yfirleitt
kastararnir.
Köst eru því tilvalin íþrótt fyrir þá,
sem vilja trimma og gera meira en
skokka sér til heilsubótar.
Tækniatriði kastgreina
Kösturum öllum er það sameiginlegt
að vilja kasta sem allra lengst og helzt
að vera sífellt að bæta sig.
Til þess að geta kastað eins langt og
auðið er hverju sinni, verður kastarinn
að hafa fullkomið vald á tveim aðalat-
riðum tækninnar, sem eru:
1) Að geta kastað áhaldinu út í rétt
flughom,
2) Að geta sleppt áhaldinu á há-
markshraða, en til þess að geta
það verður hann að geta:
a) Beitt krafti sínum á áhaldið
sem lengst, þ. e. a. s. yfir sem
lengsta vegalengd.
b) Beitt sterkustu vöðvum sínum
sem fullkomnast, sérstaklega
vöðvum fótanna.
c) Stillt krafta allra vöðva líkam-
ans saman og beint kraftinum
á áhaldið.
d) Unnið hratt — kastað snöggt.
e) Utfært þær hreyfingar og
og tæknileg atriði, sem kast-
ið krefst af kastaranum, en
sameiginlegt er það ölum köst-
unum að gera miklar kröfur
til mikils krafts og góðs al-
menns líkamsþreks.
Auk þess verður kastarinn að geta
framkvæmt kast sitt á takmörkuðu svæði
og standa þar, og þekkja reglur þær,
sem gilda um kastið í leikreglum FRÍ,
sem m. a. gera honum skylt að bíða á
þessu takmarkaða svæði þar til áhaldið
hefur komið niður.
Einkenni kastara
Beztu kastarar heimsins eru yfirleitt
undantekningarlaust mjög snöggir og
sterkir og hafa góða stjóm á hreyfingum
sínum. Þeir eru mjög góðir spretthlaup-
arar á allra stytztu vegalengdunum, eða
16
SKINFAXI