Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 17
40-60 metrum. Þeir eru einnig allflestir mjög vel liðtækir lyftingamenn. Þeir eru góðir fimleikamenn, oftast mjög liðug- ii' og fimir, og eiga létt með allar hrevf- ingar. Þeir eru oftast mjög ákafir við köst sín og kastæfingar og eru við því búnir að vinna mikið og lengi, oft um margra ára skeið, til þess að ná full- komnun í kasttækni sinni og til að auka við kraft sinn. Þegar horft er yfir íþróttamenn á leik- vanginum eru yfirleitt engum erfiðleik- iun bundið að sjá hverjir þeirra eru kast- arar. Þeir bera það með sér, í hreyfing- um og vexti, að þar eru kraftakarlar á ferð. íslenzkt viðhorf Köstin eru mjög skemmtilegar iþrótta- greinar og laða að sér fjölda iðkenda, sem eins og gengur eru misjafnlega af guði gerðir. Þeir sem ekki eru fæddir ineð mikla líkamsburði eða alla þá hæfi- leika, sem prýða góðan kastara, þurfa þó ekki að vera algerlega vonlausir um að ná langt í íþróttinni. Það er hægt að þroska og byggja upp næstum öll þau atriði, sem til greina koma, en það tekur tíma, mikla áreynslu °g margan svitadropann, en vissulega er til þess vinnandi. Það er gaman að yfir- stíga erfiðleikana og sjá árangur sinn aukast hægt og bítandi ár frá ári. íþróttamaðurinn eða konan verður að vinna af natni að því að bæta og full- komna kasttæknina, sem getur tekið uokkur ár, og viðlialda henni síðan, auk þess verður að vinna að allsherjar styrk- mgu líkamans með sífellt erfiðari leik- fimiæfingum og auknum lyftingaæfing- um. Guðmundur Ilermannsson var kominn nokk- uð á fimmtusrsaldur þe?ar hann tók stór- stígum framförum í kúluvarpi og setti nú- gildandi íslandsmet í kúluvarpi. Árangurinn kemur svo hægt og hægt í Ijós. Fyrst verður tekið eftir framför- unum í félaginu, síðan í héraðinu og loks fara áhugamenn annarsstaðar á landinu að taka eftir árangrinum. Sá sem vill flýta því að eftir honum sé tekið, byrjar æfingar í og velur sér þá kast- greinina, þar sem árangur landsmanna er hvað lakastur, ef hann — kastarinn •— hefur gaman af þeirri grein. Annars er varla gerandi að velja hana, kastarinn verður að finna gleði við æfingar sínar. Ágætt getur verið að hafa þjálfara sér við hlið, ekki svo að æfingamar verði þá minni né léttari, en þjálfarinn getur leitt hann á rétta braut tæknilega og hjálpað honum við að skipuleggja uppbygginga- æfingar sínar, en erfiðið verður kastar- inn að yfirstíga sjálfur! Flestir kastarar hér á landi eiga ekki auðvelt með að ná til þjálfara, þar sem svo fáir hafa lagt á sig að vinna að þjálf- un frjálsíþrótta. Því þurfa kastararnir, sem vinna einir á báti eða með öðrum kösturum, að vera vel á verði hvað tækn- inni viðvíkur. Það getur verið ótrúlega erfitt að lag- SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.