Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.1973, Qupperneq 22

Skinfaxi - 01.04.1973, Qupperneq 22
Sænski glímumaðurinn Palle Svensson náði skjótum árangri með neyzlu dinabols. En fail hans varð líka með skjótum hætti. á von á barni og allt bendir til þess að henni muni heilsast vel“. Aumingja hjól- reiðakappinn hélt að það væri í lagi að fá lánað þvag frá konu sinni til rann- sóknarinnar, en vissi ekki að hún var orðin bamshafandi. Hormónaefnin Sá læknir, sem sérfróðastur er um efna- greiningu og rannsóknir á örvunarlyfj- um, er þýzki læknirinn Manfred Donike. Fyrir skömmu var hann að því spurður í blaðaviðtali, hvort hann teldi hin nýju hormónaefni, sem notuð em til vöðvauppbyggingar, vera örvunarefni (doping). Slík efni, einkum „dinabol“, eru nú víða að leysa örvunarefnin af hólmi. Donike svaraði spurningunni hik- laust játandi. Hann sagði um vöðva- byggingarefnin: „Hér er um að ræða lyfjanotkun sem hefur mikil áhrif á mannlega afkastagetu. Auk þejss eru þessi efni skaðleg heilsunni og hafa verulegar sálrænar og líkamlegar auka- verkanir. Við það bætist svo gífurlega aukið álag á sinar, liðbönd og liðamót, sem skapast vegna hins óeðlilega vöðva- vaxtar. En dinabol er orðið einskonar töfralyf íþróttamanna í öllum löndum, og það er einkum tvennt, sem veldur hinum miklu vinsældum þess meðal íþróttamanna. I fyrsta lagi er það fljótvirkt. Sé efnisins neytt reglulega, kemur vöðvavöxturinn í ljós eftir fáeina mánuði. í öðru lagi er ekki hægt með venjulegum rannsóknum að staðfesta notkun þess eftirá, þannig að hægt sé að að dæma þátttöku neyt- enda þess ógilda. Þeir hætta einfaldlega notkun efnisins nokkru fyrir keppni. Eigi að síður eru þessi hormónaefni einhver skaðlegustu örvunarlyf sem komið hafa fram. Meðal frægra íþróttamanna, sem neytt hafa þessa efnis, eru kringlukastarinn Rieky Bruch og heimsmeistarinn í fjöl- bragðaglímu Palle Svensson, báðir frá Svíþjóð. Palle Sveinsson hefur nú lagt fram ó- hugnanlega lýsingu á áhrifum hormóna- átsins á heilsu sína. Framfarir hans á í- þróttasviðinu voru skjótar og áhrifa- Kjötf jallið Ricky Bruch er einn af þeim sem belgja sig út af hormóna- lyf jum til að fá ógnarkraft í vöðvana. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.