Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 11
— Er landgræðslustarfið ekki misjafnt eftir landshlutum? — Jú, það er nokkuð misjafnt og breytilegt. Starfið var á síðasta ári mest í Suður-Múlasýslu, á Snæfellsnesi, í Suð- or Þingeyjarsýslu og á Suðurnesjum og í Kjalarnesþingi. Þeir sem leggja mest af mörkum af fjármagni eru enn sem kom- ið er sveitarfélögin í grennd við Reykja- vík. Við miðum okkar áætlun við það að sveitarfélögin á viðkomandi stöðum leggi fram jafnmikið fé til efniskaupa og við ráðstöfum á hverjum stað. Fé frá hinu opinbera sem við ráðstöfum, verð- ur minna í ár en í fyrra. ■— Hefur orðið einhver breyting á starfi samtakanna að undanförnu? — Starfið tekur að sjálfsögðu breyt- iogum frá ári til árs í samræmi við nýj- ar aðstæður og ný viðhorf, sem alltaf geta komið upp. Starf Landverndar er ekki einskorðað við gróðurvemd og landgræðslu, heldur sinna samtökin Velgrcsið gegnir veigamiklu lilutverki í upp- Sræðslu landsins....... ......og sjálfboðavinna við söfnun melfræs er mikilvæg. í stöðugt vaxandi mæli umhverfismálum almennt og hafa um margt haft for- göngu í þeim efnum hér á landi. Þá hef- ur samstarf Landvemdar og Land- græðslu ríkisins aukizt, og væntir Land- vernd góðs af því samstarfi. — Upphaflega var fræi og áburði að- allega dreift í óbyggðum. Hefur orðið breyting á því? —Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir til uppgræðslu örfoka lands á afréttarsvæðum, og þlað er vissulega hægt að ná árangri með uppgræðsluna í allt að 600 m hæð yfir sjó. Þarna er sjálfsagt fyrst og fremst verkefni fyrir dreifingu með flugvélum. En öll upp- græðsla fyrir ofan 250 metra hæð yfir sjó er ótryggari, og aukinn kostnaður hlýzt af því að fara svo langt upp úr byggðum. Raunin er líka sú, að í byggð- um landsins eru stór og nærtæk verkefni fyrir landgræðslustarf. Gróðurlausir SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.