Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 4
Sambandsþing; UMFÍ Nú hefur verið ákveðið að 28. þing UMFÍ verði háð í Haukadal dagana 23. og 24. júní. Áætlað er að þingið verði sett kl. 14.00. Kjörbréf fylgja með bréfi þessu en þau þurfa að berast skrifstofu UMFÍ í síðasta lagi viku fyrir þing. Á dagskrá þingsins eru mörg stórmál, lagabreytingar o. fl. en dagskrá mun verða send til aðildarfélaga fyrir þing. FORSÍÐUMYNDIN sýnir Guðjón Guðmundsson (fremst á myndinni) í keppni á Olympíuleikunum í Munchen. Guðjón varð fjórði í þess- um riðli á nýju Norðurlandameti. Á bls. 8-9 er stutt viðtal við Guðjón. Borðtennismót UMSK. Nýlega var haldið fyrsta borðtennis- mót UMSK fyrir 16 ára og yngri. Keppt var í þremur aldursflokkum og mættu 66 keppendur til leiks. Mikill á- hugi rikti á mótsstað og var keppni yf- irleitt jöfn og tvísýn. í flokki 14—16 ára sigraði Bjarni Jó- hannesson Gerplu og annar varð Gunnar Gunnarsson Stjörnunni. f flokki 12—13 ára sigraði Guðmundur Jóhannsson Gerplu og annar varð Kjart- an Óskarsson Breiðabliki. í flokki 11 ára og yngri sigraði Harald- ur Sverrisson Aftureldingu, annar varð Gunnar Pálsson Aftureldingu. Hinir ungu Iéku af miklum áhuga. Myndin er af úrslita- keppni í yngsta flokknum á borð- tennismóti UMSK. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.