Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 12
Áhugafólk víða um
land hefur Iagt fram
mikið starf við
dreifingu á fræi og
áburði á gróðurlaus
svæði. Myndin er
tekin á Norðuriandi
og sýnir sjálf-
boðaliða að starfi.
melar og uppblásturssvæði eru víða svo
að segja við bæjarvegginn.
— Ætlar Landvemd að leggja áherzlu
á að græða þessi svæði?
— Það er vissulega stefnumál okkar,
en hér rekumst við á viss félagsleg
vandamál, sem eru nokkuð erfið úrlausn-
ar. Eigendur og ábúendur þessa lands
eru margir og áhuginn misjafn á land-
græðslu, og nýtingin er bundin við ein-
stakar jarðir en ekki sameiginleg eins og
á afréttunum. Ef verulegur árangur á að
nást í landgræðslu í byggðum, verður
að nást samstaða við hina fjölmörgu
landeigendur um uppgræðslu, friðun og
eftirlit. Þarna reynist erfitt að samræma
sjónarmiðin um ráðstöfun landsins þ. e.
að sameina skákirnar í þessum tilgangi.
Ég vil sérstaklega beina því til æsku
sveitanna og samtaka hennar, að þama
bíður hennar stórt og mikilvægt félags-
legt verkefni. Ég hef trú á því að unga
fólkið geti unnið bug á skammsýnum
stundarhagsmunum og nái þess í stað
samstöðu um félagslega lausn þessa máls
í þágu gróðurverndar og skynsamlegrar
landnýtingar. Væru ungmennafélögin
ekki tilvalinn vettvangur til þeirrar lýð-
ræktunar sem leiddi af sér samvinnu um
upgræðslu uppblásturssvæða og ör-
foka staða í byggðum landsins?
12
SKINFAXI