Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1973, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1973, Side 15
Þannig breytist mat manna í sífellu og hefur breytzt. Það er líka annað, sem hefur breytzt. Hinir gömlu lífshættur, sem varðveittu inumimælasijgurnar, vísurnar, kvæðin og annað skylt efni í manna minnum eru horfnir aftur og koma víst ekki aft- ur. Hins vegar em enn allmargir, sem hafa alizt upp á þeim árum þegar ■nenning bænda og útvegsbænda var enn í fullu gildi. Það er þetta fólk, sem þarf að tala vel við og rækilega. Gallinn er hins vegar sá, að illt er að finna það og stundum þarf stálheppni til einkum og sér í lagi í henni Reykjavík. Þótt borgin se ekki stór á alþjóðlegan mælikvarða, tekst mönnum samt furðuvel að dyljast sjonum langþjálfaðra eftirleitarmanna. Þess vegna heiti ég á alla, sem þekkja fróðleiksmenn utan af landi en nú í Reykjavík að láta mig vita. Þetta er mér akaflega kærkomið, því að sem verra er hef ég engan aðstoðarmann til að láta leita að mönnum á skipulegan hátt. Fyrir stuttu gerði UMFÍ söfnuninni °metanlegan greiða og sendi allnokrum viðs vegar um landið bækling um söfn- un þjóðfræða og ritkom með greinum um leikjasöfnun og lausavísnasöfnun. I þessum bæklingi er m. a. reynt að benda uiönnum á hvers kyns fróðleik og skemmtun Stofnun Árna Magnússonar a Islandi lætur safna. Vil ég skora á alla, sem eru í vafa um, hvort þeir kunni nokkuð markvert að biðja mig eða UMFÍ um bæklingskomið. Ekki skal á honurn standa að öllu sjálfráðu. Við lestur hans niunu vonandi margir sjá, að það, sem þeir töldu alkunnugt og með nýju bragði, er þess vert að lialda til haga. Halfreður Örn Eiríksson. Ungmennabúðir Ungmennasamband Kjalarnesþings og Umf. Afturelding starfrækja i sumar Ungmennabúðir að Varmá í Mosfells- sveit. Kenndar verða íþróttir, svo sem sund, knattspyrna, frjálsar íþróttir og leikir, farið verður í gönguferðir til nátt- úruskoðunar og skemmtivökur haldnar á kvöldin. Þessi námskeið eru ákveðin: 1. 8-11 ára 3. til 8. júní. 2. 8-11 ára 11. til 16. júní. 3. 11-14 ára 18. til 25. júní. 4. 11-14 ára 25.6. til 2. júlí. 5. 8-11 ára 2. til 7. júlí. 6. 8-11 ára 7. til 12. júlí. Kostnaður verður: Fyrir 8-11 ára kr. 2.850,00 — 1 námsk. Fyrir 11-14 ára kr. 3.800,00 — 1 námsk. Tekið á móti pöntunum og nánari upplýsingar gefnar í síma 16016 og 12546, einnig á skrifstofu UMSK, Klapparstíg 16, Reykjavík. Happdrætti UMSK Dregið hefur verið i Happdrætti UMSK 1973. Þessi númer komu upp: 1. Grænlandsferð fyrir 2 i viku 6702 2. Fjallaferð i 10 daga 6516 3. Dvöl í Kerlingafjöllum 5072 4. Laxveiðileyfi 3210 5. Dvöl í ungmennabúðum UMSK 3001 6. Skíðaútbúnaður 541 7. Tafl og klukka 3556 8. Rafmagnskaffikanna 7404 9. Afmælispeningur UMSK 2760 10. Aðgöngumiðar f. 2 í leikhús 4659 11. — — — — 5206 12. — — — — 7198 13. — — — — 2600 14. — — — — 4830 Vinninga skal vitja á skrifstofu UMSK Klapparstíg 16, sími 16016. Ungmennasamb. Kjalarnesþings. skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.