Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 18
Tékkinn Ludvig
Danek varð olym-
píumeistari á síðustu
Olympíuleikum. Hann
var enginn nýgræð-
ingur í greininni
enda orðinn 35 ára
gamall og enginn
stóðst honum snún-
ing. Hér sést hvernig
hann skilur við
kringluna.
færa mjög gamla galla í stíl. Vissulega
er ekki til neinn algildur stíll hverrar
kastgreinar, en það er öllum kaststílum
hverrar greinar sameiginlegt, að viss
grundvallaratriði eru eins eða mjög
svipuð, og það eru þessi grundvallaraat-
riði sem fylgjast verður vel með.
Tæknigallar geta komið fram á öllum
stigum kastsins og þegar eitthvað er að,
er bezt að fá félagann, eða þjálfarann ef
hann er við höndina, til að horfa á nokk-
ur köst, eða taka kvikmynd af nokkrum
köstum. Er þá oftast hægt að gera sér
grein fyrir því hvað að er. Kemur þá í ljós
að orsakir geta verið margvíslegar, en ó-
trúlega oft er frumorsökina að finna í
takmarkaðri — ónógri — líkamsgetu
kastarans.
Ef mjög erfitt reynist að finna orsök
gallans, getur verið ágætt að beina at-
hyglinni að fótahreyfingum kastarans,
sem ótrúlega oft gefa til kynna hvar or-
saka gallans er að leita. Rangar — ekki
rétt útfærðar — fótahreyfingar orsaka
ranga stöðu útkasts, sem aftur orsakar
margvíslegar veilur í útkastinu, en eftir
þeim er oftast tekið fyrst.
Kastarinn verður því að hafa fulla gát
við æfingar sínar, og reyna að útfæra
köst sín sem bezt hann getur, og flýta
sér ekki um of ef unnið er að því að lag-
færa ákveðna galla. Hann verður að vera
við því búinn, að byrja hvað eftir annað
á byrjuninni, því með því að gera það
er mjög oft hægt að losna við gallana,
raunverulega án þess að hugsa sérstak-
lega um þá.
Kastarinn verður einnig að útvega sér
eins miklar bókmenntir um kastgrein
sína og hann getur lesið, og reyna þann-
ig að læra greinina fullkomlega. Með því
getur mikið unnizt, hann veit hvað hann
á að gera og hvenær. En þrátt fyrir þetta
getur hann ekki séð eigin köst í fram-
kvæmd, nema þau séu tekin á filmu. Þess
vegna er filman mjög gott kennsluatriði
og getur gert kastaranum ljóst hvernig
þessar tilfinningar, sem hann fær fyrir
kastinu og framkvæmd þess, litu raun-
verulega út.
Það virðist kannski vera miklum vanda
háð að kasta áhöldum frjálsíþróttanna,
en það er ekki svo erfitt sem sýnist. Það
er mjög gaman og því ráðlegg ég hik-
laust sem allra flestum að spreyta sig,
og helzt um lengri tíma.
Gangi ykkur vel.
G.Þ.
18
SKINFAXI