Skinfaxi - 01.04.1973, Blaðsíða 5
Fleiri þurfa að iðka
sund reglulega
Viðtal við Torfa Tómasson, formann
Sundsambands íslands
— Sund er sú íþrótt sem flestir
kunna, og satt að segja er undarlegt að
yið skulum ekki eiga fleira keppnisfólk í
sundi en raunin er, þar sem þetta er svo
geysivinsæl almenningsíþrótt, sagði Torfi
^órnasson, form. Sundsambands íslands,
1 viðtali við Skinfaxa.
— Eru aðstæður ekki góðar til sund-
'ðkana?
Að sumu leyti eru þær góðar, en
ulltof fáir iðka sund reglulega hjá í-
þróttafélögunum. Víða út um landið hafa
Verið byggðar litlar sundlaugar, sem eru
Hlendíngar sýndu frábæran áhuga í norrænu
Undkeppninni í fyrra og sigruöu meö glæsi-
örag.
góðar kennslulaugar, en reynslan sýnir
að þessar laugar eru ekki hejopilegar
almenningslaugar; almenningur notar
þær ekki eins vel og stærri laugar. Þess-
ar litlu laugar eru auðvitað óhagkvæmar
æfingalaugar fyrir sundfólk sem síðan á
að keppa í 25 m og 50 m laugum. Frá
þessu eru reyndar undantekningar. T.
d. hefur alltaf komið margt gott sund-
fólk frá Akranesi þar sem aðeins er lítil
laug, en það byggist líka á óvenjugóðri
forystu og eljusömu starfi sundþjálfara
þar.
— Á stóru sundmótunum í Reykja-
vík finnst manni vera nær eingöngu
sundfólk frá Suðvesturlandi. Hvernig
stendur á því?
— Já, þetta er vissulega áhyggjuefni.
Ég held að sundfólkið úr hinum ýmsu
landshlutum sé alltof kjarklítið í þessu
efni. Það á áreiðanlega fullt erindi á
sundmótin. En þetta er líka að kenna
of miklu hiki forystumanna, og víða
skortir bæði þjálfara og forystumenn úti
á landsbyggðinni. Það hefur verið nokk-
ur bylgjugangur á þessu á hinum ýmsu
stöðum. Það hafa komið ágæt blóma-
skeið í sundíþróttinni, t. d. á ísafirði og
Skinfaxi
5